Hættið að hunsa staðreyndirnar bara vegna þess að þið séuð veikgeðja.
Stríð eru alltaf hræðileg, allir eru sammála því en hafið þið einhverja hugmynd um Írak stríðið eða hver Saddam Hussein er?
Best að fara bara og æða beynt út í mótmæli, það er svo svalt, en hinir raunverulegu óvinir Íraka eru mótmælendurnir.
Saklaust fólk deyr í þessu stríði og er það óhjákvæmilegt en þess virði. Bandamenn reyna að gera allt sem þeir geta til að hafa
tölur látinna saklausa sem lægstar en Saddams menn gera það ekki auðvelt fyrir þar sem Saddam skipar fólki að vera mennskir
skyldir. Þeir sem ekki hlýða eru skotnir niður af mönnum Saddams. Það deyja fleiri með árunum ef ekkert er gert í málunum
dauði saklausra er það gjald sem þarf að borga ef bjarga á lífum til lengri tíma litið.
Þetta stríð er ekki bara háð í einum tilgangi, það hefði átt að vera háð af UN en UN eru ekki að standa undir skyldum sínum.
Saddam Hussein er eitt mesta glæpamenni samtímans, hann hefur drepið ÞÚSUNDIR af eigin fólki og er alveg sama um
saklaust fólk, ef þið hafið ekki tekið eftir því þá eru fyrirmyndir hans Stalín og önnur stórmenni, en nóg um Saddam,
þeir sem vita ekki hvaða glæpamaður hann er eða hafa hunsað allar staðreyndir um hann og fyrri gerðir skulu hætta þessu rugli
Allir sem “þekkja” Saddam vita að hann er ekki samningamaður og eina leiðin til að ná honum frá valdi er með dauða hans.
Hversu margir saklausir Írakar haldiði eiginlega að hafi dáið í Írak síðan í síðasta persaflóastríði? Af næringarskorti,
sjúkdómum og það sem verst er, af höndum ríkistjórnarinnar. Við erum að tala um mun fleiri saklausa sem deyja á þennan hátt
heldur en í árásum bandamanna á Írak.
Auðvitað fær fólk ekki að heyra það hjá þeim og hvað þá fer fólkið að hefja uppreisn án aðstoðar bandamanna þar sem Írakar
slátra öllum sem reyna það. Það er ekki málfrelsi, þeir sem tala eru pynntaðir til dauða.
Fólk ætlar ekki að skylja hve stórt írak er. Ætlast til að bandamenn fynni eitthvað strax er heimska því hvaða fáviti sem er gæti
falið hvað sem er hvar sem er í þessu landi og engin nútíma tækni nægir til að finna það. Fólk líka að krefjast þess að þetta taki
fáranlega stuttan tíma en það eykur líkurnar á dauða saklausra borgara. Bandamenn eru á hraðferð við þetta erfiða verkefni sem
heimurinn vanmetur. Þið sem vitið ekkert um hernað skuluð hætta að væla, segja að bandamenn séu með of mikinn mannafla þarna
gagnvart þessum aumingjum með úrelt vopn. Þessi úreltu vopn geta bara verið mjög bannvæn. Hátækni búnaður gerir ekki mikið
gagn í nágrenni við saklausa borgara ( mannlega skyldi) þar sem hermenn saddams ganga um í almennum klæðnaði og keyra á
hefðbundnum farartækjum, taka svo alltíeinu AK-47 upp og skjóta, flestir ættu að vita hvernig AK47 virka, alltíeinu liggur dauður
bandamaður þá er hægt að skjóta alla sem taka upp byssur.
Írakar eiga betra skilið en stjórn Saddam, Írak er með næst stærstu olíuauðlindir í heimi og samt þarf fólk þar að deyja úr
fátækt meðan olían myndi duga til að færa Írak inní nútímann og mikil auðævi. Allir vita afhverju þeir hafa ekki mátt selja
olíuna, viðskiptabannið… og afhverju er bannið? Það er vegna manns sem svo margir vilja verja og kallast Hussein.
Hver vildi sjá herinn sem hann myndi byggja upp aftur ef hann hefði fengið að selja ótakmarkað olíu?
Eina leiðin til að Írakar fái að njóta auðlindanna er ný ríkisstjórn sem myndi ekki ógna heiminum eins og saddam gerði fyrir
persaflóastríð 1, og er eina lausnin valin stjórn af Sameinuðu þjóðunum.
Írakar eru af fjölbreyttum trúarbrögðum með mismunandi skoðanir en ef þeir geta ekki lifað saman með stjórn sem UN ákveður
Þá eiga þeir það ekki skilið að vera frelsaðir. Ef ekkert gengur er hægt að hafa stjórnina blandaða eins og í alvöru nútíma samfélögum.
Ekki líkja Írak við Afghanistan, Afganir áttu ekkert til að borga með eins og Írakar og var það önnur tegund stríðs.
Bandamenn vilja að olíu gróðinn fari í sjóð hjá Sameinuðu þjóðunum og allir hugsandi menn vita að það er besta lausnin
við uppbyggingu nýs Íraks. Írak mun verða öðrum löndum í nágreninu til fyrirmyndar og þar mun verða lýðveldi eftir nokkur
ár ef mótmælendur um allan heim róa sig niður. Hvað er það sem mótmælendur vilja? Að hætt verði við aðgerðir þegar bara
er búið að gera skaða en engar bætur? Það væri það versta sem hugsanlega væri hægt að gera. Mótmælendur eru ekki að
hugsa um Íraka heldur sjálfa sig. Hættið að hunsa svona staðreyndir og hugsið en ekki láta tilfinningarnar yfirtaka alla rökhugsun.
Fleiri myndu styðja bandamenn í þessu stríði ef þeir væru ekki hræddir við hryðjuverkamenn en það er mikil áhætta að taka þátt
í þessu stríði að því leiti. ÞARTIL Írak verður endurbyggt. Þegar Írak verður endurbyggt kemur hið rétta í ljós, USA voru
bjargvættir, þeir stóðu upp á móti öllum og gerðu það sem gera þurfti, þá loksins gætu Írakar fengið að tjá sig og þá myndu
þeir tala vel um bandamenn og það mun hafa áhrif á Arabalöndin svo aftur minkar spennan. Þetta er sú ímynd sem USA vilja.
Auðvitað hefði átt að klára þetta í síðasta stríði en það þíðir ekki að velta sér uppúr fortíðinni í því efnum, Bush ætlar að klára
það sem Bush eldri treysti sér ekki í.
Saddam er stríðsglæpamaður sem enþá er að drepa sína eigin þjóð.
Saddam dreyfir áróðri útum allan heim sem margir vilja trúa.
Írakar eiga betra skilið.
Harðbrjósta fólk vill alltaf tala um að olían sé eina ástæðan fyrir þessu stríði, það er ekki rétt -það eru fleiri ástæður. Stríðið kostar
milljarða og sjálfsagt er að frelsararnir fái borgað. Þeir munu ekki stela olíunni eins og fólk talar um bara af tómu kanahatri þeir munu
taka sjálfsagðan skammt. En UN munu ráða yfir aðal hagnaðnum og verður notaður til uppbyggingar en það er hið erfiða verk sem
er eftir og engin vill hjálpa bandamönnum að ákveða.
Ég nenni ekki að skrifa meira þið verðið bara að fatta það að stríðið er hið rétta, sérstaklega fyrir Íraka þó nota hefði mátt aðrar
aðferðir. Ef UN aumingjarnir hefðu tekið þátt í þessu hefði þetta verið ekkert mál og mun færri saklausir farist, þó þetta sé vissulega
mál sem Araba bandalagið hefði átt að taka á ( en auðvitað gera þeir það ekki þar sem þeir lýta á hvaða glæpamann sem er sem
bróðir sinn ).
Reynið að koma með rök fyrir því að þetta stríð sé slæmt sem er vit í en svo virðist sem flestir mótmælendur hingað til segja
hluti sem er stjórnað af tilfinningum en ekki rökum.