ég var að hugsa hvort ég ætti að setja þetta inná brandarar
en þegar maður hugsar þá er þetta ekki brandari. þetta er tekið af mbl.is.
Ein skærasta poppstjarna Ungverjalands, Jimmi Zambo, framdi óvart sjálfsvíg er hann bar byssu upp að gagnauga sínu og skaut, til að sannfæra eiginkonu sína um að byssan væri ekki hlaðin. Það var eiginkona hans, Edit, sem skýrði frá atburðinum í fjölmiðlum í dag.
Hani nágrannana byrjaði að gala klukkan þrjú um nóttina, og vakti Zambo eins og svo oft áður. Zambo sagðist vilja skjóta hanann," sagði ekkja Zambo´s.
Edit og vinkona hennar héldu hann vera að grínast en hann dró upp gas byssu og skaut tveimur skotum út um gluggann. Þá tók hann fram Beretta skambyssu og hleypti af, til að hræða hanann. Edit bað mann sinn um að leggja frá sér byssuna. Áður en Zambo gerði það ætlaði hann að sannfæra konu sína um að engin hætta væri á ferð því engin skot væru í byssunni. Hann bar hana upp að gagnauganu og hleypti af með áðurnefndum afleiðingum.
Zambo var fluttur á spítala þar sem hann lést nokkrum klukkutímum síðar.
blessuð sé minning hans.
