Eftirfarandi er grein sem ég sendi Morgunblaðinu í Október 2002, en var ekki birt vegna þess að “myndin sem fylgdi með er of smá”. Þrátt fyrir að senda aðra til baka var hún ekki birt, og engar útskýringar gefnar.
EF. 6,5 ?
Hvað þýðir stríð gegn Írak (eða eins og kanarnir segja, stríð gegn Saddam Hussein)?
Nokkuð erfitt er að segja hversu margir Írakar létust í Persaflóastríðinu 1991. Tölurnar eru allt frá 85000 látnir eða slasaðir [USA Today, 03.09.1996, sjá t.d. http://www.usatoday.com/news/index/iraq/nirq055.htm] til þess að á milli 80000 og 150000 hermenn og á milli 100000 og 200000 óbreyttir borgarar hafi fallið eða slasast [sjá t.d. Hutchinson encyclopedia http://www.tiscali.co.uk/reference/ encyclopaedia/hutchinson/m0031858.html]. DIA (Defense Intelligence Agency) í BNA skýrði sjálft frá því að 100,000 Írakar hefðu fallið, 300,000 særst, og um 300,000 hefðu flúið. Í kjölfarið fylgdi viðskiptabann sem leyfir minna en 10000 krónur sem eiga að fæða og klæða eina manneskju í heilt ár. Unicef greindi frá því árið 1999 að eitt af hverjum sjö írökskum börnum nær ekki 5 ára aldri (þ.e. um 140 af hverjum 1000 börnum miðað við 4 af hverjum 1000 á Íslandi). 5000 fleiri börn deyja í hverjum mánuði í Írak nú heldur en árið 1990, í 11 ár eru það um 660000 börn. 22% írakskra barna eru vannærð, greinir Unicef frá því að írakska þjóðin væri ekki að ganga í gegnum þennan mikla skort ef ekki kæmi til alltof langra refsinga auk afleiðinga stríðsins (sjá http://www.unicef.org). Margir Írakar þjást af völdum geislunar vegna úraníums sem Bretar og Bandaríkjamenn notuðu í vopn sín, sem svo dreifðist um eyðimörkina. Þetta er ein ástæða fyrir aukinni tíðni vansköpunar á nýfæddum börnum í Írak. Bannað er að flytja inn ýmis lyf og tæki sem læknisþjónustan þarfnast , þ.m.t ýmis verkjalyf, röntgenmyndatæki ofl. Denis Halliday, aðstoðarritari SÞ sagði af sér í mótmælaskyni vegna viðskiptabannsins sem hann sagði jafnast á við þjóðarmorð. Hans von Sponeck, eftirrennari hans bauð einnig við banninu og sagði af sér. Í Nóvember 2001 skrifuðu þeir: “Dauði 5-6000 barna á mánuði kemur að mestu leyti til vegna mengaðs vatns, skorts á lyfjum og vannæringu. Tafir á leyfisveitingu innflutnings tækja og efna frá stjórnum BNA og Bretlands eru valdar þessum hörmungum, ekki Bagdad.” (Sjá einnig t.d. http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/middle_east/635784.stm ) Þeir settu á fót oil-for-food verkefnið í kjölfarið.
Drög að stríðsáætlun BNA fyrir Írak gerir ráð fyrir enn meiri hörmungum. Tugir þúsunda sjó- og landliða ráðist í landið frá Kuwait. Hundruðir flugvéla með brautir frá allt að 8 löndum munu gera gífurlegar loftárásir gegn þúsundum skotmarka, þ.á.m. á flugbrautir, vegi og samskiptamiðstöðvar. Sérsveitir munu ráðast á geymslustaði eða tilraunastofur sem geyma eða framleiða meint gjöreyðingarvopn Íraka og skjóta þeim. Allt að 250000 Bandarískir hermenn munu taka þátt. Hugsanlegur eftirmaður Saddams Husseins er Najibe Saliki, fyrrverandi hershöfðingi í þjóðvarnarliði Saddams sem tók m.a. þátt í innrásinni í Kuwait árið 1990. Hann er af mörgum álitinn stríðsglæpamaður, en utanríkisráðuneyti BNA lýsir honum sem “rísandi stjörnu”. [Suzanne Goldenberg, the Guardian].
Meint ógn Íraks við nágranna sína verður að telja fáránleg rök fyrir innrás. Fjöldi fyrrverandi vopnaeftirlitsmanna SÞ halda því fram að Írak hafi að mestu verið rýrt vopnum og jafnvel yfirmenn í Pentagon viðurkenna að núverandi her Íraka sé aðeins um 1/3 af stærðinni sem hann var árið 1990. Rolf Eheus, formanns deildar SÞ sem sem um að finna og eyða vopnum Íraka telur að um 93% af helstu vopnum Íraka hafi verið eytt. Ef eitthvert ríki í miðausturlöndum ógnar nágrönnum sínum er það auðvitað Ísrael, sem beinir 200 kjarnavopnum á borgir víðsvegar í miðausturlöndum, en ég heyri Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddson ekki styðja árás á það ríki, (sem betur fer). Kjarnavopn hafa hinsvegar ekki fundist í Írak.
Í þeirri auglýsingaherferð sem nú á sér stað í BNA, og að einhverju leiti hér á Íslandi, til að selja almenningi þessa nýju árás er hún réttlætt með því að Saddam Hussein sé illmenni og að í Írak sé ekki lýðræði. Einnig er bent á eiturefnaárásina í Halabja árið 1988 þar sem 5000 borgarar létu lífið (sem var ekki fordæmd á vesturlöndum, jafnvel styrkt). Aðrir villimenn heimsins eins og Suharto, fyrrverandi Indónesíuforseti, og Ariel Sharon fá litla athygli. Nú reynir á hvern og einn að standast áróðurinn og svara fyrir sig hvort völd yfir olíulindum Íraks séu milljón mannslífa virði.