Fólk í Írak hefur ekki mátt tjá sig í MÖRG ár, þeir sem gera það eru pynntaðir til dauða.
Þeir sem neita að vinna með írökum eru pynntaðir lengi, svo er þeim sýnt hvað þeir fá EF þeir hjálpa írökum og ef þeir pynntuðu neita þá þíðir það meiri pynnting (Dæmi: íraski vísindamaðurinn sem neitaði að hjálpa írökum við þróum kjarnorkuvopna, hann slapp þegar kanar bombuðu í GW1)
Fólk þarna er að deyja af næringaskorti (áður en stríðið byrjaði) og hefur verðið að deyja í mörg ár, saddam er alveg sama um það og hefur eytt öllum þeim pening sem írakar máttu fá fyrir olíu í hernaðarleg mannvirki og hallir, í stað þess að kaupa lyf og nytjahluti.
Reyndu að hugsa eins og þú eigir heima í Írak,
systir þín ný dáinn úr næringarskorti, fátæktin mikil, móðir þín fársjúk en olía í allar áttir, nóg til að færa alla íraka inní nútímann, bróðir þinn fer´í fjölmiðlana, daginn eftir hverfur hann. Hann var pynntaður til dauða af ríkistjórninni. Helsta fyrirmynd saddams er stalín kanski það skýri hve vinsamlegur pútin er við hann ef mar á að reyna að sjá þetta á léttari hliðum. Hermenn sem neita að hlýða saddam eru drepnir ekki flóknara.
Ekki taka íröskum upplýsingamiðlum of trúarlega, upplýsingar þaðan hafa fengið mann oftar en einusinni til að hlæja enda hefur mesti áróður í heimi komið frá þeim. Og ekki taka tölur um mannfall heldur trúarlega sem koma frá þeim, saddam hefur oft logið og mun gera það áfram, t.d. munu allir eftir '98 þegar írakar sögðu kana hafa skotið upp íþróttavöll. Einnig varðandi napalm sprengjurnar við höfum ekki fengið myndir af þeim, USA hefur ekki viðurkennt það og hvernig getiði treyst íröskum fjölmiðlum sem eru drepnir ef þeir birta ekki “góðar” upplýsingar fyrir saddam? Ef ég ætti heima í írak þá myndi ég styðja stríð við írak, þó það gæti kostað mann lífið eða annarra, þá er það skárra að margir deyi hratt heldur enn FLEIRI deyi hægt. Auðvitað gæti maður ekki tjáð sig um það í írak þar sem mar yrði drepinn um leið fyrir að segja það, eina ástæða fyrir að stuðningurinn er minni en hann gæti verið er að Bush eldri sveik írakana á þeim tíma en það verður ekki gert aftur útaf mörgum ástæðum.
Írak verður endurbyggt og írakar munu verða til fyrirmyndar. Þeir eiga næga olíu og fyrir hana munu USA og fleiri þjóðir byggja upp landið uppí nútímastig og væri það bara sjálfsagt að þeir þyrftu að borga smá olíu til frelsaranna eins og þeir í kuweit. en olían er EKKI eina ástæða þess að bandamenn ráðast á írak. Það eru MARGAR ástæður fyrir þessu stríði og þó það vantaði eina þeirra þá væri stríðið samt ásættanlegt.
Vopnaeftirlit gerir ekkert gagn eins og margir vilja trúa. Hversu stórt svæði haldiði að þetta sé? það væri auðvelt að fela svona vopn í reykjavík og þau myndu ekki finnast, hvað þá í landi af þessari stærð. Hvaða hálfviti sem er getur falið stóra hluti í írak og engir hitaskynjarir eða gervihnettir geta fundið þau..
Gott dæmi um hve vopnaeftirlit er gagnslaust, Í Baghdad er fullt af neðanjarðargöngum (Sprengjuheldum, áttu upprunalega að verða lestarkerfi. Hefur verið talað um lengi af íröskum flóttamönnum) með leyniinngöngum sem engum hjá UN hefur tekist að finna, gerið ykkur grein fyrir hvað þetta er stórt svæði þetta er ekki einhver smá bær.
Það versta sem bandamenn gætu gert í dag er að svíkja aftur íraka og gera það sem mótmælendur um heim allan eru að krefjast, hættið að mótmæla svona og hugsið um hverju þið eruð að mótmæla.
Þið eruð að mótmæla frelsun íraka sama hvað þið segið þá er þetta frelsun þó hún kosti mikið.
Skárra er að drepa 3 saklausa til að bjarga 10 saklausum heldur en að leifa 8 saklausum að deyja. Afhverju finnst fólki betra að fólk deyji hægt í svelti? Afhverju eru mörg stuðningslanda USA lönd sem hafa lifað með harðstjórn en losnað við hana nýlega. Það veit hvað írakar eru að lifa núna, það er það sama og það hefur þurft að lifa við áður en það var frelsað.
Ef þessir mótmælendur myndu slappa aðeins af og leifa bandamönnum að vinna sína vinnu þá myndi það minka verulega dauðsföll, þar sem bandamenn eru núna að reyna að gera þetta eins hratt og þeir gera (að kröfum almennings) Og með helmingi færri menn en í GW1, kanski halda þeir fleiri mönnum heima vegna ótta við víðari átök.
Ástæður fyrir því að USA og UK munu ekki snúa baki við íraka núna er:
#1 Ef þeir gera þau mistök aftur þá missa þeir gjörsamlega allt álit í heiminum (þó það sé ekki mikið núna.)
#2 Það er til hellingur af olíu í landinu.
#3 Mikill stuðningur við uppbyggingu írak í heiminum.
#4 Þegar öllu er lokið geta þeir sagt : Þið höfðuð rangt fyrir ykkur og við rétt.
svo gæti ég talið endalaust.
Stríðið á írak er rétt ákvörðun á vitlausum tíma.
Afhverju getur fólk ekki skilið að þetta er byrjað það verður að klára það aftur, ef ég færi að mótmæla þá myndi ég mótmæla mótmælendunum og myndi veifa USA og írak fánanum.
Ef fólk ætlar að eyðileggja möguleikann á því að írakar verði í góðu samstarfi við USA eins og Kuweit og peningamálinn í góðu máli þá er því verulega illa við íraka, þeir eiga meira skilið.
Varðandi stuðning íraka við hryðjuverkamenn þá það eitt að saddam sé við völd er stuðningur við öfga jihad menn því saddam hefur gefið þeim von.
Skárra er að drepa 10 saklausa til að drepa einn hryðjuvekamann heldur enn að leifa hryðjuvekamanninum að drepa 100 saklausa, hvenær ætlar fólk að skilja það? UN eru ekki að standa sig, þeir eiga að haga sér eins og alþjóðalögga en ekki bara sitja hjá.
Auðveldast af öllu hefði verið að arabarnir sjálfir hefðu tekið á þessu, AFHVERJU Í #%&@ gátu þeir ekki tekið þátt í þessu, ef allir hefðu unnið saman að þessu hefði þetta verið barnaleikur, hvaða þörf er þetta hjá aröbum til að lýta á alla sem bræður sína þó þeir séu glæpamenn, ekki hefði ég kallað hitler bróðir minn og vonað að hann myndi vinna stríðið á þeim tíma.
Áfram íraska lýðveldið 2004.