og galla beggja þeirra.
Ég vil taka það fram að þetta er bara getspá og endilega segið mér hvernig þið haldið að þetta muni fara.
ORRUSTAN
Þegar að bandamenn fara að nálgast Bagdat munu Írakar hella hinu baneitraða VX eiturefni í kring um borgina, þetta er glært efni svipað þykkt og olía og festist þar sem henni er hellt, þetta mun mynda nokkra einangrun um borgina. Þarnæst munu Írakar kveikja í olíu sem þeir hafa hellt í skotgrafir um alla borgina og kringum hana, þar að auki munu þeir hella olíu í ánna sem liggur um borgina og leggja eld að. Þetta mun jafna stöðu þeirra nokkuð, þarsem hátæknibúnaður Bandamanna gerir lítið gagn.
Í Bagdat eru 100 000 sérþjálfaðir hermenn Husseins, sem munu deyja fyrir hann og berjast þar til yfir líkur, auk margra óbreittra borgara sem mun grípa til vopna til að verja höfuðborgina (sem hefur ekki fallið í óvinahendur í um 1000 ár, að ég held)
Írakar hafa um 200 skriðdreka í borginni og mun þeim vera stillt upp í húsasundum og þröngum götum þar sem flugvélar geta ekki séð þá, auk þess sem reikur mun hylja borgina svo að flugvélar koma að litlu gagni. Þeir munu líka hafa sett upp skotpalla fyrir eldflaugar sem þeir skjóta á bandamenn
Bandamenn hafa þó algjöra yfirburði enda með 250 000 manna lið auk flughers, tæknivæddra skriðdreka, stórskotalið og stýrifluskeyti. Og munu þeir fyrst af öllu taka af rafmagnið, skrúfa fyrir vatnið og eyðileggja samskiptanet borgarinnar og síðan munu þeir hefja miklar stórskotaliðs og loftáásir. Eftir þær árásir munu þeir reyna að umkringja borgina og ráðast á hana úr öllum áttum til að reyna kljúfa hana í sundur svo að auðveldara sé fyrir þá að athafnast.
Þetta munu verða margra daga átök sem mun vekja óhug allra íbúa jarðarbúa og þarna kemur í ljós afhverju BNA-menn töldu mannfallið ferða 10 000 manns.
Það leikur þó engin spurnig um það að Bandamenn munu vinna orrustuna en það mun kosta þá mikið, og þegar þessu er lokið munu þeir leita að manninum sem er þetta er allt um að kenna
(haha…….. nei ég er ekki að tala um Bush, hann á “alls enga" sök á ástandinu) en þá verður Hussein annaðhvort búinn að svifta sig lífi eða þá búinn að flýja.
KOSTIR OG GALLAR
(Kostir Íraka)
Mesti kostur Íraka er náttúrulega að vera á heimavelli, og að rata um borgina
Þeir geta grafið sig niður og falið sig í byggingum og geta þessvegna skotið á bandamenn sem koma hlaupandi að þeim.
Þeir geta farið í herbúnigna bandamanna og sloppið þannig við skothríð, þartil þeir skjóta síðan bandamenn niður
(Gallar)
Þarsem þeir hafa kveikt í olíu, mun stíga upp svartur reikur sem gerir þeim ervitt að anda.
Þeir eru ekki jafn tæknivæddir og bandamenn
Áður en sjálf árásin verður gerð verður mikil loftárás í gangi sem mun valda ringulreið.
Þeir munu ekki hafa aðgang að rafmagni, vatni og geta heldur ekki haft nein samskipi við aðra borgarhluta.
—————————————– ————————-
(Kostir bandamanna:)
Þeir hafa meiri og tæknivæddri herafla sem mun gera þeim auðveldara fyrir í bardögum.
Írakar verða í mikilli ringulreið og geta þessvegna ekki fattað hvað er í gangi.
Þeir hafa gasgrímur sem hjálpa þeim að anda í reiknum
(Gallar)
Þeir rata ekki um þröngar götur Bagdat og er mikill möguleiki á að þeir festist í götubardögum, þar sem þeir hafa ekki hugmin um hvað er í gangi.
Íraskir hermenn munu klæða sig í herbúninga þeirra og komast þannig aftan að þeim, þannig að þeir verða umkringdir.
Óbreittir borgarar munu grípa til vopna og hefja skothríð á frelsunarherinn.
————————————- —————————–
Þessir bardagar verða án efa blóðugir og margir munu falla, Hussein er að vona að þetta verði Stalíngrad 2 og að eftir nokkra mánuði munu Bandamenn hætta árásum eða að öll heimsbyggðin muni snúast gegn þessu stríði þannig að bandamenn geti ekki lengur hundsað mótmæli.
Að mínu mati mun þessi orrusta verða eins og Mogadishu þarsem bandamenn munu lokast inni í borginni, og þegar á að bjarga þeim þá lokast björgunarhópurinn líka inni. Síðan eftir nokkra daga af slíku bardögum munu bandamenn kalla alla hermenn útúrborginni og hefja gífurlegar loft og stórskotaliðsárásir og síðan fara aftur þangað inn og vinna borgina hægt og bítandi.
Ég vil taka það fram aftur að þetta eru getgátur, en eru þó byggðar á staðreindum.
Ég vil auk þess benda á að þetta stríð er viðbjóður se á ekki að eiga sér stað á 21. öldinni
MesserSchmitt Í þessari grein ætla ég að skýra frá herjum beggja liða og kosti
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”