Margir hafa eflaust tekið eftir því að loftárásir BNA á Írak eru í sífellu kallaðar “shock and awe” (áfall og ógn). Færri vita sjálfsagt hvar áróðursmeistarar BNA grófu upp þennan frasa. Hugmyndin á bak við shock and awe er að skjóta svo mörgum öflugum sprengjum á Írak að fólk “frjósi” og gefist upp.
Þegar forsetinn les ræður eða býr til slagorð þá hafa margir menn áður skoðað og endurskoðað innihaldið. Engar tilviljanir ráða. Í jómfrúræðu Bush við embættistökuna lét hann ákveðin öfl vita að nú réði guð kristinna manna ferðinni. Flestir höfðu enga hugmynd um hvað hann var að fara þegar þessi frasi kom upp: “Does the angel in the whirlwind still direct this storm?” Þeim sem var ætlað að skilja vissu að hvirfilvindur (whirlwind) í þessu samhengi þýddi “far Jehóva” (guðs). Með öðrum orðum: Guð ræður ferðinni (directs the storm)
Þegar Bush nýlega hélt ræðu um baráttuna gegn hryðjuverkum þá talaði hann um “krossferð” gegn þeim. Það var engin tilviljun og maður getur rétt ímyndað sér hvernig múslimar hafi brugðist við þessari samlíkingu við riddara sem komu til að slátra þeim.
Þetta nýjasta slagorð, “shock and awe” kemur úr hebresku þar sem það er ritað Shak-in-Ah. Það þýðir VALD GUÐS EINS OG ÞAÐ KEMUR FRAM Í SÁTTMÁLSÖRKINNI. Já, sömu kraftar og reynt var að lýsa í lok kvikmyndarinnar Raiders of the Lost Ark.
Nú vitum við með hverjum guð heldur í þessu stríði!