En nú hefst alvaran, þetta er ekki lengur umræða um nýjasta heimskupar hins umdeilda forseta heldur stríð sem mun taka líf margra óbreittra borgara og mikilla skemmdaverka á byggingar í Írak svo sem skólum, spítölum og fyrirtækjum, svo fátt sé nefnt.
Ég veit að Saddam Hussein er vondur maður, sem verður að vera steypt af stóli, en afhverju núna ? Hann hefur ekkert gert til að stugga við BNA-,önnum eftir að hann rak vopnaeftirlitsmenn SÞ úr landi fyrir þó nokkrum árum. En Kim jong Il, einræðis N-Kóreu hefur haldið uppi hótunum frá því hann komst til valda
Munu BNA-menn blóðmjólka olíulindir Íraka, sem þeir leggja svo mikla áherslu á að þurfi að hlífa þrá þessum átökum ? Munu þeir láta við staðið hér, eða halda áfram inn í næsta land ? Verður þetta stríð bara til þess að auka hryðjuverk um heim allan ?
Þetta eru spurningar sem mér finnst að þurfi að íhuga áður en lagt er af stað í þessa \“krossferð\” BNA, sem er auk þess stíluð meðal annars á Ísland !!!!!!
Ég er ekki tilbúinn að taka á mig sök fyrir dauða lítilla barna í þessum stríðsátökum, þó Dabbi kóngur og félagar séu það.
Þessi grein hefur engan tilgang, nema þann að veka umhugsun um hvað við Íslendingar vorum að stíla á okkur og þessa \“hetjulegu krossferð\” BNA-manna og Breta.
Mín persónulega skoðun er að þverneita fyrir það að eiga í eithvern hlut að stríðinu, að uppbyggingu og hjálparstarfi undanskildu.
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”