Arabískum konum vantar kvænta menn ****VANTAR: Kvænta menn fyrir einhleypar Saudi Arabískar konur.
************Wanted: Married Men for Single Saudi Women

Það er alltaf gaman að skyggnast inn í heim erlendra frétta. Hér er ein grein er ég þýddi lauslega úr Arab News.



Þrátt fyrir fjölbreyttni í hjónaböndum sem tíðkast í Konungdæminu – allt frá helgarhjónaböndum til leynihjónabanda – þá eru hundruðir þúsunda ungra kvenna enn einhleypar. Og margar þeirra eru nú tilbúnar til þess að giftast mönnum sem eru kvæntir nú þegar og eiga börn.
Ein þeirra er Al-Hafof, hún er fögur og með sterkan persónuleika. Hún segist ekki hafa neitt á móti því að giftast kvæntum manni svo framarlega sem hún yrði síðasta konan hans. “Ég treysti mér til þess að ráða við kvæntan mann jafnvel þó hann eigi þrjár konur fyrir, en ég þyldi ekki að hann fengi sér aðra konu á eftir mér,” sagði hún.
Önnur, Majdah sem er 25 ára og vinnur í vellaunuðu opinberu starfi, segist vel geta hugsað sér að verða önnur, þriðja eða jafnvel fjórða eiginkonan. “Ég er ógift svo ég neyðist til þess að búa heima hjá föður mínum, bróðir minn býr þar einnig ásamt konu sinni og börnum í sama húsi. Ég get ekki tekið neinar ákvarðanir um mitt eigið líf undir þessum kringumstæðum,” segir hún. Það myndast mikil spenna útskýrir hún, það fer gríðarlega í taugarnar á föður mínum að sjá mig sitjandi heima, það minnir hann á að ég er enn ógift. Hann er sífellt að finna að við mig og reyna að takmarka frelsi mitt. Það hljómar án afláts; “ekki tala við þessa persónu,” “ ekki vera sein.” Ég er tilbúin að þiggja fyrsta mann sem vill mig.
Noof hefur aðra skoðun. “Ég tel að maður sem kvænist fleiri en einni konu sé veiklundaður, jafnvel þó að hann sé fjárhagslega fær um það og sé reiðubúinn að koma fram við konur sínar af jafnrétti. Mér er sama þó ég sé kona númer tvö, þrjú eða fjögur, svo framarlega sem það er ég sem ræð. Snjöll kona veit hvernig á að fara að til þess að eiginmaðurinn hugsi bara um hana og gleymi hinum konunum.
Hala er kona númer eitt, hún giftist frænda sínum fyrir 15 árum. “Hann sagði mér að hann elskaði börn, svo ég fæddi honum 10 börn á 12 árum. Hann gladdist svo yfir þeim, fólk undraðist hve hann elskaði börnin. En fyrir tveimur árum sagði hann mér að hann ætlaði að fá sér aðra konu vegna þess að ég hugsaði ekki lengur nógu vel um hann. Hvað sem ég reyndi til þess að stöðva hann þá gekk hann samt að eiga hana.” Hala viðurkennir að hann hafi farið með þær sem jafningja í fyrstu en síðan eftir um eitt ár hafi hann farið að vera meira hjá sér á sínu fyrsta heimili, hann sagðist ekki geta vanist þögninni á nýja heimilinu. “Stundum vorkenni ég nýju konunni, en þetta er henni sjálfri að kenna, hún vissi að hann átti konu og börn fyrir,” segir hún.
Fyrir Haya sem er 27 ára, rík og fögur, er aðalatriðið að eignast börn. “Ég geri mér engar tálvonir. Ég er orðin það gömul að ég finn sennilega aðeins kvæntan mann. Flestir karlmenn vilja ungar konur. Svo ég vil giftast til þess að fullnægja móðurtilfinningunni sem býr í mér, ég þarf ekki á manni að halda til þess að sjá fyrir mér, svo er Guði fyrir að þakka að ég á næga peninga og fjölskylda mín er vel þekkt. Allt sem ég vil er að eignast fullt af börnum.” Hún væntir þess þó að eiginmaðurinn fari með hana af sanngirni, “hann getur deilt dögum sínum milli okkar”, segir hún og bætir við viðvörun, “ég mun ganga svo frá hnútunum að hann verði fyrir miklum fjárhagslegum skaða ef hann skilur við mig.”
Eins og þessar konur, þá er Sooad, 32 ára rík kona með raunhæfar skoðanir á því hversvegna hún vill giftast manni sem er kvæntur og á fjórar dætur og þrjá syni. “Ég hitti hann um borð í flugvél og við töluðum saman svolítið. Seinna hringdi hann í mig og sagði mér meira um sjálfan sig. Honum fannst líf sitt ekki gott með konu sinni, hún léti þjónustufólkið um að gera allt og hugsaði ekkert um sig. Honum fannst hann afskiptur svo hann bað mig um að giftast sér. Ég sagði strax já, ef ég hefði ekki gert það þá hefði bara einhver önnur gert það, sennilega einhver útlensk.


Lauslega þýtt úr “Arab News 23.02.3003”

Kv.

Moondance
Ekki er hægt að miða siðferði í dag við siðferði áður fyrr.