Það eru nú reyndar bara 2000 ástralskir hermenn í viðbragðstöðu, ástralski fastaherinn inniheldur ekki 2 milljónir manna.
En það sem mér finnst mikilvægast í þessu að við verðum að gera okkur grein fyrir því á hverja er verið að ráðast og af hverju.
Rúmlega helmingur íraka er undir 16 ára aldri. Þetta er eðlilegt fyrir lönd í sömu stöðu og írak.
Það er barnaskapur að halda að stríð eða innrás í írak komi ekki mest niður á saklausum íbúum landsins.
Uday Hussein hefur gefið út yfirlýsingu þar sem segir að þeir stígi ekki frá völdum.
BNA hafa nokkrar ástæður til að ráðast inn í írak. Eða réttara sagt telja sig hafa þær.
Þá er ég ekki að tala um gerviástæður eins og kjarnorkuvopn og afvopnunarkvaðir, það er búið að standa til í 12 ár, af hverju ætti endilega núna fyrst eitthvað að fara að gerast?
BNA kvarta mikið undan olíu verði, sjáið bara Jay Leno, sem annars gengur erinda bnastjórnar eins og þægur hvutti. Það er enginn leyndardómur að olíuverð mundi lækka ef öll olía frá Írak gæti verið seld til vesturlanda.
Þá kemur spurningin um af hverju viðskiptabanninu er ekki aflétt. Henni er auðsvarað.
Viðskiptabannið átti að hrekja Hussein frá völdum. Ef bna menn hætta viðskiptaþvingunum þá hrósar hann sigri og það þola BNA menn alls ekki!
Svo er nú hægt að tala um leikina sem bna menn nota til að plata sína eigin þegna til að trúa sér. Nú hafa þeir í annað skiptið hækkað áhættustig vegna hryðjuverka upp í appelsínugult. þetta þýðir að mikil hætta er talinn á hryðjuverkum. Í fyrra skiptið sem þetta var gert var engin ástæða til að halda að nú væri hætta á hryðjuverkum, bna stjórn var einfaldlega farinn að skynja að stuðningur við innrás í írak var farinn að dvína og vildu skapa hræðslu við hryðjuverk, vitandi að það mundi auka stuðning aftur.
Ég veit ekki hvort hætta er á hryðjuverkum núna, það er sennilega líklegra eftir yfirlýsingar Bush yngri í gær.
If you start the day doing nothing, when do you know when you've finished?