gjössovell!

Rök með fóstureyðingum:
Lög í Bandaríkjunum segja að fóstur er ekki manneskja fyrr en það er fullvaxta og kemur inn í heiminn. Þ.a.l. hefur það engan siðferðislegan rétt í grófu máli. Ef fóstureyðingar væru bannaðar, hvað yrði þá um t.d. kon sem myndi deyja ef hún myndi fæða barnið sem hún bæri undir belti, ætti samfélagið að “taka” líf fullvaxtar manneskju fyrir máttvana fóstur (sem getur ekki séð um sig sjálft). Á heildina litið þá er það svona; “Ef ein manneskja má fara í fóstureyðingu þá mega allir það”.
Þótt því verði varla á móti mælt að fóstur sé mannvera eins og ég og þú, þá er ekki þar með sagt að siðferðisstaða þess sé sama og manneskju. En hvar eigum þá að draga mörkin? Ef við ætlum að finna þann “tímapunkt” þar sem mannvera öðlast siðferðisstöðu, þá virðist vera nærtækast að miða við getnað. Þá þegar er orðið til nýtt mannlíf sem vex samkvæmt þroskalögmálum tegundarinnar og mun komast “til manns” ef það fær þá aðhlynningu sem það þarfnast. Það er siðferðileg skylda að veita þá aðhlynningu. Sé eitthvað að fóstrinu og ljóst er að það muni aldrei geta séð um sig sjálft ætti þá ekki að vera sjálfsagt fyrir móðurina að fara í fóstureyðingu? En þá er komið upp annað siðferðislegt vandamál, hverjir mega fara í fóstureyðingu, konurnar sem þarfnast þess því þær gætu dáið annars, konurnar sem eru með fötluð fóstur, konurnar sem hafa ekki efni á því að eiga barnið eða konurnar sem treysta sér ekki að eiga barnið. Hvar setjum við mörkin enn og aftur?


En hvenær hefur getnaður átt sér stað? Nærtækast er að segja að það gerist við samruna eggs og sæðis, því að hið frjóvgaða egg hefur alla þá erfðaeiginleika til að bera sem einkenna munu hinn verðandi einstakling. Gallinn við þessa viðmiðun getnaðar er hins vegar sá að oft festist hið frjóvgaða egg ekki við slímhúð í legi konunnar og þá verður hún ekki ófrísk. Lykkjan varnar til dæmis getnaði með því að hindra að okfruman festist með þessum hætti og sé “tímapunkturinn”settur við frjóvgun er lykkjan hið mesta manndrápstól (ætti þá ekki alveg eins að banna lykkjuna svipað og fóstureyðingar?). Sé getnaði aftur á móti frestað um 10 daga eða svo og miðað við þungun, eða þann tímapunkt þegar okfruman festist, þá er varla hægt að mótmæla að hafið sé þroskaferli nýs einstaklings. Og á þessari niðurstöðu má byggja þá staðhæfingu að okkur beri skylda til að veita þessari mannveru þau skilyrði sem hún þarf til að þroskast og dafna.

Margreynt hefur verið að hrekja þessa rökfærslu. Algengast er að draga í efa þá staðhæfingu að enginn tímapunktur annar en getnaður ráði úrslitum um siðferðisstöðu barnsins. Þannig hefur því verið haldið fram að mikilvægur siðferðismunur sé á fæddu og ófæddu barni, því að hið fyrrnefnda sé sjálfstæður einstaklingur með sjálfstæða hagsmuni og réttindi. Þetta þýðir að fyrirburar öðlist sérstaka siðferðisstöðu umfram börn í móðurkviði sem eru á sama þroskastigi. Til að bæta úr þessu misræmi er því haldið fram að í stað þess að miða við fæðingu sé rétt að miða við þann tíma þegar fóstrið verður lífbært, þ.e.a.s. það verður fært um að lifa af utan líkama móðurinnar. En þessi tími er stöðugum breytingum háður og ræðst af tæknilegum framförum og jafnvel í einstökum tilvikum af tækjakosti sjúkrahúsa. Varla vilja menn að siðferðisstaða fósturs ráðist af jafn breytilegum aðstæðum og þessum.

Ýmsar aðgerðir:
Fólk gegn fóstureyðingum hefur setta upp heimasíður í massavís með nöfnum og heimilsföngum lækna sem framkvæma fóstureyðingar. Mótmælendur fóstureyðinga hafa oft safnast saman og ráðist á viðkomandi lækna og oftar en ekki drepið þá, tilgangur þessara aðgerða var líklega (nú eru aðeins getgátur hjá mér) að setja fordæmi og fæla aðra lækna burt frá fóstureyðingum. Aðstandendur vefsíðanna sem þeir halda uppi með nöfnum læknanna hafa verið sendir í fangelsi í hrönnum fyrir að stuðla að morðum. Og þá kemur siðferðisspurningin, hvað gerir þetta fólk er að myrða fullorðnar manneskjur betra en lækna sem framkvæma fóstureyðingar?


jæja…