Mengun og samgöngur í Reykjavík.
Oft er sagt um Ísland a ðþað sé mjög hreint og ómengað land, en það er bara alls ekki rétt, eða jú kannski hvað varðar hálendið og aðra þannig staði. En ef við lítum á Reykjavík, þá er mjög mikið af bílum hérna, ef það væri minni vindur hérna lægi eflaust mengunar ský yfir borginni, því vindurinn blæs mengunni í burtu þannig að við finnum ekki eins mikið fyrir henni. En hér eru allir á bílum, oftast tveir bílar á hverju heimili, það er auðvitað hægt að nota strætó, en hann á að koma á tuttugu mínútna fresti, en kemur oftast á hálftíma fresti, þannig að maður kemur miklu snemmra í vinnuna ef maður tekur hann kannski 07:30, en ef maður tekur hann t.d. 07:50 eða 08:00, þá mætir maður alltof seint. Hvernig væri þá að bæta samgöngukerfið í borginni. Ef þið horfðuð á mynd Hrafns Gunnlaugssonar um Reykjavík, myndi vera mjög hagkvæmt að láta neðanjarðarlest undir borgina, sem væri ekki stærri en Hvalfjarðargöng, ef það væri gert þyrfti maður heldur ekki að bíða út í kulda eftir strætó heldur inn í hlýju í neðanjarðarstoppustöð. Svo er auðvita ðhægt að ganga en það er alltaf svo kalt, en ekki á sumrin, þá er hægt að ganga og hjóla. Allaveganna mér finnst að það ætti að endurskoða samgöngur í Reykjavík. Takk fyri