Styðjum tvöföldun Reykjanesbrautar.<BR>
Það er búið að vera mikið í umræðunni uppá síðkastið hvenær tvöföldun Reykjanesbrautarinnar getur farið fram. Það hefur ýmislegt komið fram í málflutningi málsaðila sem rétt er að taka mark á. Það eina sem er að meðan að þetta mál er að flakka um í kerfinu er fólk að deyja á þessari braut í stórum stíl. Núna síðast fyrir örfáum dögum. Öldin er varla byrjuð og nú þegar er komið dauðsfall við þennan þjóðveg á milli alþjóðaflugvallarins í Keflavík og höfuðborgarinnar í Reykjavík. <BR>
Seinasta ár var það mannskæðasta á þessum vegarkafla frá upphafi. Það er orðið löngu tímabært að við, borgarar þessa lands, sínum samstöðu og setjum smá pressu á ráðamenn og fáum þessum framkvæmdum flýtt eins og mögulega hægt er. Að mínu mati er mun mikilvægara að fá tvöfalda Reykjanesbraut en jarðgöng á Austfjörðum.<BR>
Nú vill ég skora á ykkur öll að skrifa undir undirskrifarlistann og láta sem flesta vita af þessu.<br>
Undirskriftarlisti á <A target=_blank href="http://www.paintball.is/rnb/">http://www.paintball.is/rnb/</A><BR>
Vilt þú verða næst(ur)?<BR>
Ekki vill ég það…<BR>
<BR>
Xavie