Undanfarið hafa fréttir ekki farið framhjá nokkrum manni hér á Íslandi, Mútur og samsæriskenningar bera þar helst við.
Hvert eru stjórnmálaflokkarnir að fara ??
Ekkert eða lítið sem ekkert hefur borið á bóga hvað næsta stjórn ætlar að gera, þetta er bara skítkast milli manna og flokka.
Samt verð ég að segja að það sem ég hef heyrt er að samfylkingin ætlar að bæta kjör manna og kvenna, Hvernig væri að gefa þeim séns á því að standa við feitu orðin.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur beinlínis gefið upp öndina varðandi almenning í landinu, líklega er það valdaþreyta sem veldur, og ef einhver mótmælir Davíð Oddsyni þá er voðinn vís “ Kristján Pálsson ” sem dæmi.
Ég horfði á Gunnar smára og Hannes Hólmstein blaðra í Silfri Egils um daginn, Mikið er ég þreyttur á Hólmstein þegar hann skítur alla út og er svo bara sjálfur vangefið afsprengi Sjálstæðisflokksins, Hann vildi vita á hvers vegum Gunnar Smári væri en ekki segja á hvers vegum hann sjálfur væri.
Allir vita að Fréttablaðið er að einhverjum hluta til í eigu Baugs það fer ekki milli mála, en hafa ekki allir stjórnmálaflokkar á Íslandi sína miðla ?????
Ég er orðinn æði þreyttur á skítkasti milli manna og vill fá að vita hvað flokkarnir ætla að gera eftir kosningar, trú mín á Sjálfstæðisflokknum hefur rýrnað ansi mikið, og eru það þessir einræðistilburðir Davíðs Oddsonar sem valda því.
Ég vill ekki að hlutir hér á landi gangi eftir því hver gefur mest í kostningasjóði flokkana, auðvitað ætti almenningur í landinu að vita hver virkilega stjórnar. Til dæmis efast ég ekki um að LÍÚ er duglegt við að veita fé til sjálfstæðisflokksins, annars af hverju ætti sá flokkur að vera hræddur við að opinbera hverjir styrkja flokkin ????
Ég vill að hér ríki sjálfstæði og að þjóðin ætti rétt á því að segja sína skoðun með þJóðaratkvæðagreiðslu varðandi mörg málefni.
mætti gjarnan setja lög þar sem þjóðin þarf að kjósa um samþykki ef að verð framkvæmdar fer yfir 10% af þjóðarframleiðslu.
Kárahnjúkavirkjum er 200 Milljarðar en íslensk fjárlög 250 Milljarðar …….