Ég er 18 ára piltur í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Mætingin mín er ekki góð einfaldlega út að því að ég nenni ekki að mæta í tíma sem ég veit flest í(og stundum auðvitað bara leti).
Tökum sem dæmi ef maður tekur NÁT123 og NÁT 103 sem ég hef bæði tekið þá er upprifjun svona 50-60% af LÍF103(NÁT103 Undanfari) og í NÁT123 er bæði undanfari EÐL103 og EFN103 og þetta er nánast það sama. Ég þarf samt að mæta í tíma þar sem kennarinn er að segja það nákvæmega sama og ég er búinn að læra, það er allt í lagi að það sé upprifjun en plz leyfið þeim sem muna þetta að sleppa því að mæta í einhverja upprifjunar tíma. Þeir sem eru á móti Frjálsri mætingu eru auðvitað þeir sem segja að það muni valda falli í framhaldskólum, sem er að vissu leiti rétt út af því að sumir hafa ekki þann þroska til þess að læra nema að þeim sé sagt að læra. En þegar maður er orðinn 18 ára og er sjálfráða þá ætti það nú að vera frjáls mæting. Allt í lagi að það sé mætingarskylda fyrir undir 18
Ég er með held ég um 60-70% mætingu og í fyrra var ég með 75% mætingu og náði 19 einingum en ég missti 3 einingar út af skólasókn! Það er bara fáránlegt, og þeir sem eru með 100% mætingu fá +1 einingu!. úff.. Ég segi nú bara.. 2 dæmi hérna
Dæmi1: Finnur er með 70% mætingu, tekur próf í ýmsum fögum og nær í lokaprófunum. bara 8 og 9. En nei… ekki það að hann missi einingar. Hann FELLUR!. út af því að það er 75% mætingarskilda. Og samt sem áður ef hann hefði verið með 75% þá hefði hann fengið -3 einingar.
Dæmi2: Gunnar er með 98% mætingu, tekur próf. Rétt slefur og nær 4,5, 5 og einni sexu. Hann fær +1 einingu.. guð minn góður.. Hvort er betri námsmaður Finnur eða Gunnar ?
Sambandi við kennara. Sumir kennarar eru eitthvað rosalega að tjá sig að þeir vilji ekki hafa nemendur sem mæta bara stundum. Af hverju ekki ?. Ég meina bara færri nemendur og þægilegra að kenna. Það vantar meiri frjálslegheit í þessa skóla. Í háskólanum er loksins komin frjálsmæting, sem er mjög gott, en þá þarf maður að hafa þann þroska að mæta, enda allt mikið erfiðara í háskóla og kannski sniðugra að mæta sem oftast þá :D.
Já ef ég fer aftur út í þetta með að fall mun vera meira, þá er það ekkert vízt og bara fólkið sem er óþroskasað og nennir ekki skóla mundi falla út. Skólinn er þannig að það er eins og kennarar séu að skipa nemendum að mæta og læra, það er asnalegt því að nemendurnir eru þeir sem græða(kennararnir auðvitað líka en mennt er gulls ígildi ;) ) Ég legg til þess að það sá felt niður mætingarskyldu í framhaldsskólum þ.e.a.s. undir 18 og í 1.bekk í Menntaskólum. Samt væri ég ekkert á móti því að það yrði bara almennt leyft frjálsa mætingu í framhaldsskólum hvort að það sé 18 ára yngra, eða eldra. Ýmindið ykkur þægilegheitin að labba bara út úr tíma og kaupa þeir draum og kók í kaffiteríunni og farið svo aftur inn.
Dæmi um frjálsamætingu og mætingarskyldu
Dæmi1: Gunna er 25ára í FÁ(áfangakerfi) hún kann flest en þarf auðvitað að fara í gegnum skólann til að taka stúdent, hún fer í sögu og sér að hún kann nærri því allt, en það er svona sumt sem er ábótavant. Hún fer í tíma og kennarinn byrjar að tala um goðafræði. Gunna fattar! “Ég kann þetta allt humm” best að fara að sofa í tíma.. kennari skammar Gunnu “skamm!” Gunna vaknar og horfir aftur á kennarann og þarf að hanga þarna í 1klst og horfa á eitthvað sem hún kann og kannski næstu kennslustundir líka væri ekki betra að hafa frjálsamætingu þarna ?
Dæmi2: Við erum aftur að tala um Gunnu. Núna fer hún í sama tímann og goðafræðin byrjar. Gunna labbar út. Erí tvöföldu hléo eftir þennan tíma sko. Og fer heim að hvíla sig. Vaknar síðan 15 of seint í næsta tíma en allt í gúddí missti bara af nokkrum efnafræðiformúlum. Hún fær ekkert seint. Hún fær enga fjarvist. Allt er í góðu lagi og Gunna úthvíld í Efnafræðitíma.
kv.. JoZi(reiður námsmaður)