Hughes kom upplýsingum um fyrirtækið á Netið en það hafði áður eingöngu notast við gamaldags aðferðir eins og síma og bréfaskipti.
Þessi breyting var svo áhrifarík að prentsmiðjan fékk stórar pantanir um leið frá Bretlandi og Bandaríkjunum.
Martin Mulligan, framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar, sagði að hún hefði barist í bökkum áður en Adam Hughes kom til sögunnar. Breytingarnar hefðu hins vegar verið afar áhrifaríkar. "Við fengum pöntun frá Ameríku að verðmæti 70.000 pund [nær níu milljónir króna] og við gerum ráð fyrir að ná yfir milljón dollurum [85 millj. ísl. kr.] veltuaukningu út á pöntunarkerfið sem Adam á allan heiður af."
Mulligan var svo hrifinn af Adam, sem lýkur námi í kaþólska framhaldsskólanum St. Edwards College í Liverpool í vor, að hann bauð honum stöðu yfirmanns markaðsmála fyrirtækisins í Bandaríkjunum.
Adam hyggst hins vegar halda sínu striki og hefja nám í arkitektúr í háskólanum í Liverpool.
“Austin.. I´m your father…”