Lögreglan í Tehran í Íran handtók 262 manns á nýársnótt í teiti sem haldið var í norðurhluta borgarinnar. Að sögn íransks dagblaðs voru sendimenn frá Bretlandi, Indlandi og Arabíu ásamt rúmlega hundrað konum meðal veislugesta.
Allur skarinn var fluttur í ríkisfangelsið í Tehran og mun koma fyrir rétt sem sérhæfir sig í félagslegum afbrotum. Fólkið, sem handtekið var í “siðspilltri veislu” á yfir höfði sér hýðingu eða nokkurra daga fangelsisvist.
Haft er eftir embættismanni í Tehran að aðeins 40 manns séu enn í varðhaldi. Talsmaðurinn sagði einnig að þeir sem hefðu verið handteknir hefðu litið viðbjóðslega út, sem þýðir að karlmennirnir klæddust vestrænum fatnaði og konurnar voru ekki með blæjur fyrir andlitinu.
“Austin.. I´m your father…”