Ég setti þessa grein á MP3 áhugamálið en datt í hug að hún ætti kannski frekar heima hér. Allavegana
Samkvæmt frétt mbl.is hefur napster nú lögsótt verslun eina fyrir að selja og dreifa fatnaði með merki fyrirtækisins. Fréttaskýringin segir:
Netmiðlarinn Napster hefur átt undir högg að sækja í málavafstri sínu við samtök hljómplötuframleiðenda í Bandaríkjunum en nú hefur miðlarinn lögsótt sportvöruverslun á Netinu. Sport Service selur vörur með merki Napsters, sem er vera í kattarlíki, og vilja forsvarsmenn Napsters að sölunni verði hætt. Þeir telja að Sport Service sé í engum rétti að selja vörur með þeirra merki.
Mér er spurn: Er napster í einhverjum rétti til þess að stela tónlist annara? Eru þeir ekki að falla svolítið á eigin bragði…hmmmm?
Auðveldast er náttúrulega að segja að Napster selji ekki tónlist en tilvist þess er engu að síður háð því að tónlist sé færð að geisladiskum á mp3 form og síðan dreift ólöglega um Internetið. Hér eru því ýmis skemmtileg grundvallaratriði í húfi og þjófar ættu að fara varlega í að kæra aðra fyrir stuld.
Mig langar að biðja þá sem vilja svara þessari grein að sleppa öllum pirringi og reyna að vera málefnalegir. Þeir sem vilja verja Napster mættu gjarnan svara eftirfarandi spurningu: Af hverju má ekki dreifa stolnu napstermerki á sportvörum ef napster má dreifa stolinni tónlist sem er varin með lögum um höfundarrétt?