Leiðtogar margra landa eru kallaðir forsetar. Ég held að flest lönd heims hafi sinn forseta, en misjafnt er hvaða hlutverki hann gegnir. Hér á Íslandi er hann kynnir landsins, tekur á móti leiðtogum annarra landa, afhendir verðlaun og annað í þeim dúr. Hann stjórnar ekki landinu, það gerir forsætisráðherrann okkar. Alveg eins fyrirkomulag er á Indlandi til dæmis. En í sumum löndum, eins og í Bandaríkjunum, er forsetinn aðal karlinn.

Já, aðal karlinn. Forsetar Bandaríkjanna hafi aðeins verið karlmenn. Engin kona þar í landi hefur gegnt því mikla embætti og mun kannski ekki gera það í bráð. Alveg eins hefur svertingi aldrei orðið forseti þar, og mun örugglega ekki verða það í langan tíma. En það er ekki það sem ég ætla fjalla um. Heldur er það makar forsetanna.

Í Bandaríkjunum er eiginkona forsetans kölluð The First Lady, eins og í ‘President Bush and First Lady Laura Bush ..’ En ef að kona yrði kosin forseti í næstu kosningum eða bara einhverntímann í framtíðinni, hvað yrði þá eiginmaður hennar kallaður? Væri hann The First Man, The First Gentleman, The Husband of the President eða bara The President's Husband? Ég veit ekki, því öll þessi nöfn hljóma mjög fáranlega. Eða hvað finnst ykkur? Endilega komið með uppástungur.

En ætli þetta verði nokkuð neitt vandamál, þar sem ekki má búast við því að kona verði forseti Bandaríkjanna. En hver veit, kannski verður hún þá bara einhleyp, eða að þá verði barasta fundið eitthvað nafn á eiginmann hennar. Jafnvel eitt þeirra ljótu sem ég nefndi hér að ofan. Og kannski er til nafn á eiginmann forsetans, og öll þessi grein bara bull.

kv.
miles.