Kæru Hugarar,

Alltaf verða meiri og meiri líkur á því að Kárahnjúkavirkjun verði að veruleika þrátt fyrir að maður vilji ekki trúa því að íslensk stjórnvöld ætli að gera komandi kynslóðum það að eyðileggja okkar fögru náttúru. Ég hef lengi setið og hlustað á það sem er að gerast án þess að gera nokkuð, sennilega af því að ég hef ekki nennt að mótmæla enda hélt ég að þeir bara gætu ekki verið svo blindir. Eigum við virkilega að fórna náttúrunni fyrir menn sem ekki vilja virkja sín eigin lönd vegna þess hve mikið það skemmir?

Nú bið ég ykkur hugarar að senda Davíð Oddssyni mótmæla bréf í ykkar nafni til að gera okkar. EF við öll leggjumst á eitt mun kannski eitthvað virka.

Heimtum að minnsta kosti þjóðaratkvæða greiðslu.
þú hefur orðið vitni að kraftaverki, verslaðu á e-bay