Óli Björn Kárason er mikill Sjálfstæðismaður, enda neitar hann því alls ekki. Hann lætur þó leiðara sína nægja. En ekki gleyma því að Óli Björn er aðeins einn af tveimur ritstjórum DV. Þótt reyndar sé Óli Björn aðalritstjórinn, þá er annar ritstjórinn, Sigmundur Ernir Rúnarsson. Hann hefur tekið nokkur hnitmiðuð skot á Sjálfstæðisflokkinn, en þó aðeins í leiðurum sínum. Hann neitar því alls ekki að hann er Samfylkingarmaður. Heldur þú að Sigmundur, og að ég tali ekki um aðra blaðamenn DV, mundi láta Óla Björn vaða yfir sig ef Óli væri að troða einhverju ósiðlegu á forsíðuna? Hvorki hann né Óli Björn neita því að þeir hafi skoðanir, en þeir láta leiðara sína nægja. Þetta eru blaðamenn, með nokkra tugi ára í reynslu og það er ósanngjarnt að vera að gagnrýna þá, sem og aðra blaðamenn DV, á gjörsamlega röngum forsendum eins og þú gerir.
Aðstoðarritstjórinn, Jónas Haraldsson, hefur oft komið með harða gagnrýni á mál liðinnar stundar. Til þessu eru dagblöð. Til að upplýsa fólkið. Leiðarar og forystugreinar, eru síðan meira skoðanir heldur en fréttir. Enda heitir leiðarinn hjá Gunnari Smára í Fréttablaðinu einfaldlega “mín skoðun”, og það er bara töff hjá honum.
“ ”Tæpur helmingur þjóðarinnar tortryggir Jón Ásgeir“. Þetta stendur með stórum stöfum. Af hverju er þetta sett svona fram.”
DV er ekkert að ljúga með þessari fyrirsögn, þetta er aðeins sölumennska til að láta fólkið kaupa blaðið. Hvor fyrirsögnin hefði hljómað sem betri söluvara: “Tæpur helmingur þjóðarinnar tortryggir Jón Ásgeir”, eða “Rúmur helmingur trúir Jóni Ásgeiri”? Hvort tveggja er sannleikurinn og spurningin er bara hvort lítur betur út. En það er spurning, ansi líklegt, hvort DV eigi eftir að birta frekari kannanir um hvort Hreinn eða Davíð sé að ljúga. Ég tek samt undir það hvers vegna þeir spurja ekki strax hvort Davíð eða Hreinn sé að ljúga. En eins og Össur sagði í Fréttablaðinu í gær eða fyrradag um lyktir þessa mál Hreins og Davíðs þá sagði Össur “You ain't seen nothing yet”. Össur er alltaf jafn svalur. Þetta mál er alls ekkert búið og það á eftir að koma viðtal við Jón Ásgeir og Hrein og ég veit ekki hvað. Núna er Jón Ásgeir búinn að kæra Davíð.
“Í einni könnun fyrir nokkrum vikum mældist Sjálfstæðisflokkurinn með meira fylgi en R listinn. Þetta kom á forsíðuna með miklum látum.”
En ekki hvað? Þær kannanir sem sýndu meira fylgi R-listans voru líka á forsíðunni, eðlilega. Þessi könnun hefði sett allt á annan endann, það er það sem DV vildi. Það er sigur fyrir DV, og dagblöð almennt, að þú skulir muna svona eftir þessum könnunum, því það er einmitt það sem blöðin vilja. Kannanir hafa áhrif á sölu, það er augljóst mál. Hvaða fyrirsögn hefði átt að vera í staðinn? Auðvitað taka þeir aðalatriðið úr könnununni og skella því á forsíðuna.
Hvaða blað var það sem stóð fyrir Árna Johnsen málinu, var það ekki DV, reyndar með þáverandi blaðamenn þeirra Reyni Traustason í broddi fylkingar? Hefur ekki margoft komið gagnrýni í DV á heilbrigðiskerfið með viðtölum við fólk í vandræðum? Kom ekki gagnrýni frá Ólafi Teiti útaf skattamálum sem Stöð 2 byrjaði með? Ef ég man rétt kallaði hann greinina sína: “Víst hækkuðu þeir!”, og átti þar við um skattana.
Maður verður þó var við breytingar eftir að Jónas Kristjánsson og Reynir Traustason yfirgáfu blaðið, en núna er blaðið orðið minna æsifréttablað heldur en það var. Þar af leiðandi er líka minna um krassandi fréttir.
DV gerir oft könnanir um vinsælasta stjórnmálamanninn. Ef Davíð er efstur, þá er það tekið fram. Þetta á við um alla þá stjórnmálamenn sem verða efstir. Væri kannski bara þagað um það ef Ingibjörg Sólrún væri vinsælasti stjórnmálamaðurinn? Ertu kannski að segja að Ingibjörg Sólrún fá enga athygli í DV? Var ekkert sagt á forsíðu DV þegar Samfylkingin mældist með mikla fylgisaukningu?
Ég er nú samt sammála þér að vissu leyti. Barnalegt hjá Davíð að tala um gróusögur, en sjálfur er hann með alls konar gróusögur. En mér finnst mjög leiðinlegt að vera að gagnrýna dagblöð svona, líkt og allt of margir gera. Sérstaklega þegar blaðamenn sem hafa áratuga reynslu eru gagnrýndir á leiðinlegan hátt.