Jæja, þá er nýtt ár gengið í garð og venju samkvæmt söfnuðust landsmenn fyrir framan kassann á gamlárskvöld og horfðu á áramótaskaupið - og var ég því miður ekki undanskilinn því.
Og ég verð að segja: hvílík hörmung. Mér lá við gráti… Fyndin atriði í þessu áramóta “skaupi” voru teljandi á fingrum annarar handar og þykir mér ótrúlegt hvernig hægt er að senda frá sér klukkutíma þátt svo gersneiddum húmor(jah, eða fyrir utan þátt Hannesar Hafstein…).
Margt var það þarna sem ég hreinlega áttaði mig ekki á - kynnirinn, stangastökksgrínið (var það grín?), Eggert Þorleifs og fjarstýringin, grínið með Davíð Oddson hjá Steinunni Ólínu var vitavonlaust og svo gæti ég lengi haldið áfram að telja. Maður fékk það á tilfinninguna að það væri einhversstaðar ein manneskja skellihlægjandi yfir þessu snilldargríni og það væri höfundurinn.
Ennþá hef ég ekki hitt þann mann sem hafði gaman af þessu…