Fleiri nauðganir útaf Britney Spears ? Núna er ég vanur því að horfa á fréttir stöðvar 2 kl 18:30 á hverjum degi og er ég oftast ánægður með þær fréttir sem þau sýna..

En í kvöld þá voru þau með frétt um nauðganir, og þau sýndu uppi í horninu mynd úr “I'm a Slave 4 U” myndbandinu með Britney Spears. Það fyrsta sem ég hugsaði var að tæknin væri að stríða þeim og þau hefðu sett vitlausa mynd, en nei nei seinna sýndu þau búta úr “I'm a Slave 4 U” myndbandinu á meðan einhver kelling talaði um það hvernig frægar söngkonur sem væru stundum hálfnaktar væru að auka nauðganir! Þar sem þær eru fyrirmyndir ungra stúlka og hafa áhrif á klæðnað þeirra, og ef þær væru hálfnaktar þá væru líkur á nauðgun meiri!

Núna vil ég að þið virkilega spáið í þetta áður en þið svarið þessari grein, vinsamlegast ekki segja að þau hafi rétt fyrir sér eingöngu afþví að þið fílið ekki Britney Spears, þetta er ekki spurning um hvort þið séuð að styðja hana eða ekki. Heldur hvort það var rétt af fréttastofunni að vera að tengja nauðganir saman við hana!

Þá segi ég bara, afhverju ekki að kenna frægum leikurum um t.d. auknar líkamsárasir, kenna leikurum eins og Jackie Chan eða Steven Seagal um líkamsárásir í miðbænum ? Mér finnst bara oft eins og fólk sé að kenna frægu fólki um vandamál í þjóðfélaginu, svipað og í gamla daga þegar fólk vildi bara að það yrði bannað rokk tónlist afþví að þau væru að heilaþvo ungt fólk og fá þau til að vinna fyrir skrattann!

Ég meina, ef að allar konur/stelpur myndu í dag ganga úti í snjógöllum, þá auðvitað myndi það ekki stöðva nauðganir! Þessi kelling á stöð 2 vildi að það yrði endurskoðar það sem væri sýnt í sjónvarpinu, nú spyr ég… Myndi tískan ekki halda áfram að þróast þó það væri ekki sýnt myndbönd með hálfnöktum stjörnum ? Auðvitað hafa þau áhrif á tískuna, en ég held samt að þau séu frekar að endurspegla hvernig þjóðfélagið er, heldur en öfugt. Þó þær hafi smá áhrif sjálf!

og önnur spurning, ætti kvenþjóðin virkilega að þurfa að breyta fataklæðnaði sínum til þess að minnka líkur á nauðgun ?

Ég er bara kominn með ógeð af því þegar fólk er að kenna fjölmiðlum um allt sem er rangt í þjóðfélaginu!

Þeir einstaklingar sem að nauðga, eru augljóslega ekki í lagi… Þeir eru líklega að glíma við gróf sálfræðileg vandamál!

MENN FARA EKKI ÚT OG NAUÐGA KONUM AFÞVÍ AÐ ÞAÐ VAR NÝBÚIÐ AÐ SÝNA BRITNEY SPEARS TÓNLISTARMYNDBAND Í SJÓNVARPINU!

Okey ef þetta hefði bara verið skoðun einstaklings í viðtali, þá hefði ég ekkert verið á móti þessu. En það að stöð 2 sýni myndband með Britney Spears á sama tíma er siðferðislega rangt að mínu mati!

Vona að ég fái mörg svör hvort sem að fólk sé sammála mér eða ekki :)