Ég vinn við tjónaviðgerðir hjá sjóvá almennrum og það hefur komið nokkru sinnum upp að þurfa að fara að vinna í sumarbústöðum.
Jæja eitt skiftið þá voru brotnar 3 rúður í bústaðnum eiðilagðar allar hurðir í honum allt og brotið og bramlað inní honum og ekki nóg með það þá þurftu þeir að krota út um alla veggi eihvað crap.
Svo var annar bústaður sem einhver maður braust inn, hann braut hurðina og rúðuna í henni, hann óð inn og skeit á gólfið inni ofaná einhverja gamla gólfmottu sem var á gólfinu, hann gerði ekkert annað en það svo bara fór hann.
Hver er tilgangurinn í þessu? Af hverju þurfa menn að eiðileggja eihvað sem fólk er búið að vinna hörðum höndum í að eignast.
Í þessum báðum tilvikum voru þetta gömul hjón sem hvorki höfðu pening né líkmlega getu til að laga þetta.
Svo er málið þeir sem gera svona og nást, það er ekkert gert við þá, þeim er ekkert refsað.
Þetta land er himnaríki fyrir glæpamenn