Næstum því á hverjum einasta degi núorðið birtast fréttir af þróun Írakmálsins og ýmsum deilum sem hafa skapast innan Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Eins og staðan er núna er það klofið í afstöðu sinni til hugsanlegrar (eða kannski væntanlegrar) árásar á Írak.

Bretland, Spánn og Búlgaría styðja Bandaríkin.
Kína, Rússland, Frakkland, Sýrland og Þýskaland gera það ekki.
Chile, Mexíkó, Pakistan, Kamerún, Angóla og Guinea eru hlutlaus (ef svo má að orði komast).

En mig langar að fjalla um hversu fáranlegt þetta Öryggisráð er. Margir (flestir kannski) hafa sagt að Öryggisráðið þurfi að samþykkja stríð gegn Írak áður en nokkuð er gert. Okkar hæstvirti utanríkisráðherra hefur jafnvel talað um ‘alþjóðasamfélag’ í því samhengi að ef Öryggisráðið samþykkir eitthvað, þá hafi alþjóðasamfélagið einnig gert það. Þ.e.a.s.:

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna = vilji alþjóðasamfélagsins.

Lítum nú aðeins betur á þetta. 15 lönd hafa fulltrúa í Öryggisráðinu, en lönd heimsins eru samtals 196 (skv. worldatlas.com). Í Öryggisráðinu eru því aðeins um 8% landa jarðar, og þar með agnarlítið brot af alþjóðasamfélaginu.

Svo er annað enn fáranlegra: 5 lönd hafa fastasæti í ráðinu. Það eru Bandaríkin, Bretland, Kína, Rússland og Frakkland. Auk þess hafa þau öll neitunarvald, sem þýðir að þau ráða úrslitum í öllum ákvörðunum Öryggisráðsins. Þetta finnst mér alveg út í hött, en fréttamenn fjalla um þetta eins og að ekkert væri sjálfsagðara.

Getur einhver svarað þessari spuringu minni: af hverju hafa ÞESSI ríki fastasæti og neitunarvald?

Hvernig væri ef öll 15 ríkin væru valin af handahófi (en ekkert ríki mætti vera tvisvar í röð, auk annarra reglna), og ekkert þeirra hefði neitunarvald. Þá væri kannski hægt að setja ‘=’ á milli Öryggisráðsins og vilja alþjóðasamfélagsins.

kv.
miles.