Tahara
Afsakaðu að ég skyldi telja þig kvk., það gerði nafnið vafalaust.
það er búið að endurskilgreina hlutverk NATO.
Það gerðist fyrir nokkrum árum.
Kosovo var alfarið í hendi NATO, ekki SÞ.
SÞ eru tannlaus, ef stilla á til friðar með vopnavaldi.
Það kemur NATO inn í staðinn.
Svo er það þannig með alþjóðasamtök. Í nafni einingar, kyngir minnihluti stolti sínu og stendur með meirihlutanum út á við!
En ekki Frakkland. Af hverju? Einfalt svar við því. Það er ekki hentugt fyrir Frakkland að NATO sé sterkt. Það er hentugt fyrir Frakkland að innan NATO sé óeining.
Og aftur af hverju. Frakkland lítur sterkara út gagnvart sundruðu NATO.
Og akkúrat það sama gildir um ES. Það er Frakklandi til hagsbóta að ES sé sterkt. Vegna þess að innan ES, er Frakkland stórt númer.
Ég las þetta á BBC fyrir nokkru. Næstum sett svona fram, en BBC er enskur fjölmiðill, og því lítt treystandi fyrir Frakka.
Þetta hljómaði vel í mínum eyrum, skýrði margt og auðveldaði mér að setja Frakka í þann dilk sem hugsar fyrst og fremst um eigið egó. Ekki velferð og afkomumöguleika, einhvers 3ja heims ríkis, NEMA það sé á áhrifasvæði Frakka. Þ.e.a.s. fyrrverandi nýlenda og opinbert mál þar franska.
Þetta er orðið þreytt. Ég hef mína skoðun.
Frakkar eru ekki heiðarlegir, þeir þrífast á að halda ‘samherjum’ sínum sundruðum, því þá virka þeir stórir. Þeir geta ekki sætt sig við að vera ekki mestir, stærstir og bestir á öllum sviðum. og í krafti þess mótmæla þeir ákvörðunum BNA, sem eru óumdeilanlega mesta stórveldið í dag.
Ekki það að ég sé hrifinn af BNA, ég þoli ekki Bush. Hann er of íhaldssamur fyrir minn smekk.
Líkt og ég þoli ekki tvískinnung Frakka.
Þú hefur þína skoðun, vona bara að eitthvað sem ég hef sagt ‘meiki sense’ og þú horfir á Frakkland í breiðara samhengi.
Frakkland er ekkert heilsteyptara land en BNA.
BNA talar sínu máli, með ómældan herstyrk að baki hverju orði.
Frakkland talar sínu máli með sama sem engan herstyrk að baki hverju orði, en ótakmarkaða sjálfumgleði.(á íslensku mont)
Og að endingu: Það sagði einhver sérfræðingur um Írak. Það er betra að gera eitthvað í málinu í dag og taka þeim áföllum sem það kostar, en að gera eitthvað í málunum eftir 10 ár og taka þeim stórhörmungum, sem það kostar þá.
All is well as ends Better. The Gaffer.
blessadur Nuff
Mer finnst thu vera ad dæma Frakka mismunandi eftir hvada althjodlegum einingum their eru i. Thad sest best med thvi ad thu vilt ekki tala um UN.
UN er mun rettlætanlegra fridargæsluafl (allur heimurinn) en NATO sem eru bara vestræn riki. BNA eru ad hamast vid ad fa studning UN en studningur allra NATO rikjanna skiptir ekki jafn miklu mali ad thvi leyti. Thetta synir hvar althjodlegar akvardanir og samthykktir um strid/frid eiga ad liggja. Hja UN en ekki hja NATO. Kinverja, Russar, Japanir, Indverjar og fleiri yrdu ekki anægdir med thad ad NATO thjodir lystu sig sem hid altjodlega samfelag sem sæi um fridargæslu en ekki UN.
Eg er algjørlega osammala ther med thessa skilgreiningu a ES/NATO. NATO snyst ad hernadarlegri stefnu en ES ad efnahagslegri stefnu. Af hverju er France ad sundra einingu NATO med thvi ad hafa sjalfstæda skodun? Er tha USA ekki ad sundra einingu UN og øryggisradsins med thvi ad hafa skodun sem trulega er ekki skodun meirihlutans?
I sambandi vid ad France vill hafa NATO veikt og ES sterkt a sama tima, og ad engin hernadarstyrkur liggi ad baki orda theirra. Tha segi eg bara thetta.
France er 3 stærsta kjarnorkuveldi heims.
France er 2 stærsta kjarnorkuveldi NATO.
France er eitt af threm øflugustu rikjum ES.
Eda eins og their eru kalladir:
The Big Three: Bretland, Frakkland og Tyskaland.
Vegna thess ad ekkert theirra er talid thad mikid øflugra en hin 2 a øllum svidum. Thetta myndar akvedid valdajafnvægi thar sem 1 af thessum storveldum gerir samning vid 2 af thessum storveldum til akvardana sem eru ekki 3 af thessum storveldum i hag.
France er nakvæmleg jafn sterkt innan NATO og ES.
“ótakmarkaða sjálfumgleði” Frakka sem thu kallar, er vilji theirra til thess ad reyna til ytrasta ad afvopna Sadam fridsamlega.
Eg trui thvi ekki ad nokkur madur haldi ad Frakkar eru ad setja sig upp gegn ofurveldi okkar tima USA, af thvi bara (til ad synast storir), en ekki vegna ahyggja um ad strid myndi kosta milljonir iraka, ovina og nagranna theirra lifid.
Ad lokum langar mig ad varpa fram thessari spurningu:
USA hefur tekid a sig hlutverk saksoknara (af vopnaskodunarmønnunum) og kastad fram obeinum sønnunum. Svo segja their ad sønnunarbyrdin se ekki hja saksoknaranum heldur hja sokborningi.
Eg ætla ekki ad halda thvi fram ad Sadam rædur ekki yfir gjøreydingarvopnum eda ad hann rædur ekki yfir gjøreydinarvopnum. Hann samt heldur thvi fram ad hann hafi eytt øllum gjøreydingavopnum sinum
Nu spyr eg:
Bandarikin treysta ekki ordum Sadams um ad hann hafi eytt gjøreydingavopnum sinum. Thvert a moti segja their ad komi til thess muni hann beita theim gegn nagrønnum sinum, ovinum og jafnvel eigin borgurum. Ef strid bryst ut, getum vid tha treyst thvi ad Sadam noti ekki thessi vopn? USA er ad segja ad ef strid bryst ut mun hann nota thessi vopn sem hann a. Eigum vid tha ekki ad reyna allar adrar leidir til ad afvopna hann en strid, sem er ørugg leid til thess ad hann noti thau?
0
Tahara
Eins og ég sagði. Þá hef ég mína skoðun á Frökkum og utanríkisstefnu þeirra. Þú þína skoðun.
Ég vísaði til ýmissa staðreynda máli mínu til stuðnings, skrifa sérfræðinga og líka ‘spekúlasjóna’.
Varðandi Saddam og eign hans á gereyðingavopnum þá er staðreyndin sú:
Á fyrra tímabili vopnaskoðunar þá vissu skoðunarmenn um ca. umfang eign Íraka á slíkum vopnum. Í tonnum og rúmmetrum. Haft eftir skjölum sem þá fundust innan Íraks.
Írakar hafa EKKI gefið SÞ neinar sannanir fyrir það það magn efna/sýklavopna hafi verið eyðilagt.
Það kemur fram í svari SÞ við fyrstu skýrslu Íraka(þessari risastóru) og ítrekað opinberlega af Blair í síðustu viku febrúar.
Auðvitað treysta ekki BNA orðum Saddam. Hann hefur í gegnum tíðina ekki verið staðinn að því að vera orðheldinn maður. Í síðustu viku sagði hann eitt við Rather(60 mín) sem svo ekki stóðst 3-4 dögum seinna.
Ef stríð brýst út, þá er engin trygging fyrir því að Saddam noti ekki þessi vopn sín.
Sá aðili sem er að tapa er vís til þess að grípa til örþrifaráða.
Afvopna Saddam á fripsamlegan hátt?
Hann gerði eftirlitsmennina að fíflum í mörg ár eftir Persaflóastríðið.
Nú gerir hann næstum það sama. Einn íraksur vísindamaður hefur verið yfirheyrður af eftirlitinu, án þess að Írakar hafi verið þar viðstaddir. BARA EINN! Í ályktun 1441 frá SÞ var SKÝRT tekið fram að eftirlitsmennirnir hefðu fullan og ótakmarkaðan aðgang að ÖLLUM vísindamönnum sem þeir æsktu að tala við(yfirheyra) Og í EINRÚMI, enginn íraskur öryggisvörður viðstaddur.
Írak er stórt land, kannski stærra en Frakkland, veit ekki. Fyrrverandi eftirlitamaður sagði það vera vonlaust verk að afvopna Íraka, ekki einu sinni með 30000 eftirlitsmönnum. Þeir fyndu einfaldlega aldrei allt sem finna þyrfti.
Að endingu vitna ég aftur í sérfræðing um málefni Íraks:
Það er betra að koma Saddam frá völdum núna, og taka þeim áföllum sem það kostar. En að bíða í 10 ár og taka þeim stórhörmungum sem það mun kosta þá.
All is well as ends Better. The Gaffer.
0
Nuff
Irak er um thad bil jafnstort og France sa eg i akvednu dagbladi.
Ef vopnaskodanir voru svona tilgagnslausar. AF hverju voru thær tha i gangi i 10 ar. AF hverju voru UN ad heimta thær i Irak ef thær eru svona tilgagnslausar.
Thad skiptir ekki mali tho ad Sadam gerir UN ad fiflum. Of mørg saklaus lif er i hufi til ad lata stoltid hafa ahrif a gjørdir manns.
Eg er ekki ad segja NEI vid stridi sama hvad gerist. Eg er adeins ad segja ad of mikid er i hufi til ad profa ekki enn einu sinni ad thrysta a Sadam og reyna ad gera thetta a fridsamlegan hatt enn einu sinni.
Audvitad hefur thu thina skodun. Eg er ekki ad gera athugasemd yfir thvi ad thu hafir thina skodun. Eg er bara ad koma fram minni skodun.
0
Tahara
Þú spyrð. Af hverju voru vopnaskoðanir svona tilgangslausar.?
Einfalt svar við því og það svar er byggt á staðreyndum. Og reynt var að laga þau göt með ályktun 1441.
Fyrri ályktun SÞ(1991) var veik, götótt, og gaf vopnaeftirlitsmönnum ekki næg völd.
Þú mátt geta einu sinni af hverju hún var veik.
T.d. Frakkland barðist gegn harðorðari og markvissari ályktun! Um það eru ekki getgátur, þetta er skjalfest!
Samkvæmt fyrri ályktun þurftu eftirlitsmenn að tilkynna með FYRIRVARA hvert á land þeir ætluðu.
Vænlegt til árangurs? ha.
Eftirlitið var ekki í gangi í 10 ár. Frá 1991 til 1998.
Íraksstjórn mátti hafa fulltrúa sinn viðstaddan, allar yfirheyrslur yfir íröksum vísindamönnum.
Og þetta var það besta sem hægt var að koma í gegnum öryggisráðið á þeim tíma. Aðal andstæðingar harðorðari ályktunar voru Frakkar og Rússar. Þeir voru svo samþykkir ályktun 1441(haustið 2002) og þar var stoppað upp í öll götin sem EKKI mátti stoppa upp í 11 árum áður!
Saddam hafði alþjóðasamfélagið OG SÞ að fíflum og er það viðurkennt í dag. Og það skiptir máli, MEGINMÁLI. Ef slíkt er látið viðgangast, þá er eins hægt að leggja niður SÞ. Til hvers að halda úti stofnun sem lætur hafa sig að fífli?
Og talandi um saklaus líf. Hefur Saddam einhverntíman sýnt að honum sé annt um þau? ALDREI!
Um að gera að prófa meira, prófa meira, prófa meira, prófa næstu 10 árin…uns ekki verður hægt að prófa meira. Saddam segir þá, BURT með eftirlitamennina eða ég nota miltisbrand, efnavopn á Ísrael. Burt, eða ég þurrka út Saudi-Arabíu. Og hann mun þá hafa tæki og tól til að gera það, vertu viss.
Horfðu aðeins til baka.
Þegar Persaflóastríðið var, þá stóðu Ísraela algerlega fyrir utan þau átök.
Samt skaut Saddam 39 Scud flaugum á Ísrael! Mun fleiri en að fjölþjóðlega hernum sem sótti að honum frá Saudi-Arabíu!
Hvað segir þetta þér?
Þetta segir mér heilmikið um Saddam. Og styður þá skoðun sem ég hef á honum. Manninum er ekki treystandi fyrir 5 aura!
Ég hef fylgst vel með gangi mála þarna, alveg frá því Saddam lagði undir sig Írak. Lesið þær ályktanir sem SÞ hafa gert. Fylgst með hvernig sum lönd hafa reynt að bera klæði á vopnin, önnur reynt að draga þessar fáu tennur úr SÞ sem þau eiga(Frakkland og Rússar)
Samantekt á því sem ég hef lesið orsakar að ég tel að BNA og Bretar leggi til atlögu við Írak seinni partinn í þessum mánuði.
Ein orsök fyrir því er kostnaðurinn við að halda úti þessum herafla. Hver dagur kostar milljarða.
Ef ekki verður ráðist á Írak í mars, þá verður það ekki gert fyrr en næsta vetur, því hitinn þarna í sumar orsakar mun meira mannfall hjá Bretum og BNAmönnum. Og þá hleðst kostnaðurinn upp í marga, marga mánuði.
Arabaríkin(t.d. saudi-Arabía) greiddu 91% af kostnaðinum við frelsun Kuweit á sínum tíma(margir milljarðatugir dollara). Nú borga Bretar og BNA einir brúsann.
Það er bara hægt að gefa ‘sjéns’ ákveðið oft. Saddam er búinn að fá ‘sjensinn’ of oft. Nú verður hann að taka afleiðingunum.
Mitt álit í hnotskurn.
All is well as ends Better. The Gaffer.
0
Já. Saddam verður að taka afleiðingunum. Helduru virkilega að þetta komi eitthvað niður á honum ? Það verða margir saklausir borgarar drepnir og staða Saddams mun ekki koma til með að veikjast. Ég er á móti flestu sem Hussain gerir en ég veit að það þýðir ekkert að bomba Írak og halda að Hussain drepist. Þeir geta ekkert drepið hann. Þeir eru svo miklir aumingjar. Gátu ekki drepið bin Laden en stútuðu hundruðum saklausra borgara, svo stútuð þeir ekki Saddam í Persaflóastríðinu svo af hverju ættu þeir að drepa hann núna ? USA segja að allir í Írak séu óánægðir með Saddam. Eitt mesta bull sem ég hef heyrt. Ef allir væru óánægðir með hann, eða meirihluti þjóðarinnar þá væri löngu búið að drepa hann. En hann hefur mikinn stuðning og fær sennilega enn meiri stuðning ef það verður ráðist á Írak. Þá drepa kanarnir saklaust fólk og hatrið gagnvart USA eykst bara og staða Saddams styrkist. Svo á fólk að hætta að halda því fram að Frakkar og Þjóðverjar séu vinir Íraks. Það er bara rugl. Þeir gera eitthvað sem BNA menn virðast ekki gera. Þeir hugsa aðeins um afleiðingarnar og vilja leysa málið án þess að hundruðir ef ekki þúsundir saklausra borgara eiga að deyja, bara til að Bush verði glaður.
0
Smá leiðrétting:
“Ég hef fylgst vel með gangi mála þarna, alveg frá því Saddam lagði undir sig Írak.”
Írak á auðvitað að vera KUWAIT.
Afsakið.
All is well as ends Better. The Gaffer.
0
En heyrði. Nú spyr ég sá sem ekki veit betur, einfaldlega af því að ég veit ekki betur!
En ef það væri eitt markmið BNA að koma Saddam Hussein (sem ég mun frá og með þessari mínútu vitna til sem ‘Hins Vonda’), væru þeir þá ekki löngu búnir að því? Hefur ekki staða landsins, ásamt því sem leynist undir því töluvert meira með þetta stríð þeirra að gera en þeir vilja viðurkenna?
Persaflóastríðið ‘91 (var það ekki ’91, ég var svo hræðilega mikið barn þá að ég man það stríð ekki mjög vel). Einhverntímann las ég um það af hverju BNA drápu ekki ‘þann vonda’ á þeim tíma, en ég verð að viðurkenna að sú skýring er svo gersamlega úr mínu höfði stolin í augnablikinu, að ég á ekki orð. Er ekki einhver þarna úti sem getur rifjað það upp fyrir mér hvað það var sem þeir þóttust græða á því að hafa þann vonda við völd?
Er það ekki markmið BNA að hafa vinveitta stjórn í öllum ríkjum heims sem þeir telja skipta einhevrju máli fyrir efnahag BNA? Hefur það ekki verið meginástæða fyrir þeirra stríðsrekstri undanfarna áratugi, að hafa sér hliðholl þau heimsins lönd þar sem einhvern auð er að finna, eða geti haft einhver áhrif á stöðu Bandaríkjanna?
En ég endurtek: hér spyr sá sem veit ekki betur, þá sem vita betur, um svör! -FA
-I don't really come from outer space.
0
Selur
Það voru samningar þjóða á milli sem orsakaði að Saddam sat sem fastast eftir að hafa tapað Persaflóastríðinu.
Áður en ráðist var á Íraksher, þá var byggð upp sem breiðust samfylking(Coalition), um frelsun Kuwait.
Nokkur lönd settu það sem skilyrði, við stuðning sinn við Samfylkinguna, að Saddam yrði ekki steypt. Það yrði ekki farið lengra inn í Írak en reyndist nauðsynlegt til að frelsa Kuwait.
T.d. Sýrlendingar, Frakkar og Rússar voru þar í flokki.
Að steypa honum þá hefði ekki kostað mikið í viðbót. Herinn hans rjúkandi rúst.
All is well as ends Better. The Gaffer.
0
Tahara, þú mælir herstyrk Frakka miðað við kjarnorkuvopnabúr. Kjarnorkustyrkur ríkis er allt annar en herstyrkur. Líka svona þar sem ég er byrjaður vill ég benda þér á að franski herinn er hræðilega illa þjálfaður og reynslulaus, ásamt þýska hernum og er í raun eini vel þjálfaði herinn í Evrópu sá breski.
Kv.
0
Hvað veist þú um hvort franski herinn og þýski herinn séu illa þjálfaðir ?
0
Hvada rugl er thetta i ther doctor. I hverju ertu annars doctor?
Kjarnorkusprengjustyrkur og VEtnissprengjustyrkur er mjøg stor hluti af hernadarstyrki thjoda.
Eg mæli med thvi ad thu kynnir ther malin adur en thu lætur svona stadhæfingar ut ur ther.
Tekkadu a thessari sidu
http://homepage.eircom.net/~steven/Thar sem hægt er ad bera saman hernadarstyrk evroputhjoda t.d. Eg se nu engan her i Evropu (fyrir utan Russland audvitad) sem hægt er ad segja ad se med meiri hernadarstyrk en France. Til dæmis er en Charles de Gaulle flugmoduskipid er einaherskipid utan USA sem er knuid af kjarnorku, og svo er annad a leidinni. Mun stærra en nokkurt skip hers Bretlands.
Olikt kjarnorkusprengjugetu og fjølda hermanna og hernadarvela (flugvelar, thyrlur, skip, skriddrekar o.s.frv.) er erfitt ad bera saman thjalfun mismunandi herja. Ef thu hefur ekki verid i enska, franska og tyska hernum til ad bera thetta saman. Tha attu ad koma med einhverjar almennilegar heimildir en ekki skjota svona ut i loftid. Eg er ekki ad na thessu med reynsluleysid? Franski herinn er nu staddur vidsvegar um heiminn i ymsum størfum. Eg man eftir vidtali i morgunbladinu vid islending sem var i frønsku utlendingahersveitinni i Afriku og leleg thjalfun og reynsluleysi er nu alls ekki ord sem hæfa lysingu hans a theim arum.
0
þvílík fífl getið þið verið stundum.
Það er svo oft sem ég sé svör um hvað frakkland séu miklir asnar að vilja ekki drepa tugþúsundir manna.
Þið gleymið allveg að hugsa útfyrir fyrirsagnanna í blöðunum.
Staðreynd: Frakkar, Þjóðverjar, Rússar og Kínverjar eru allir með sama markmið og BNA og Bretland. Að afvopna Saddam Hussein.
Ágreiningur: Aðferðin til að gera það.
Á meðan BNA og Bretar vilja fara í stríð og myrða tugþúsundir, þá vilja frakkar, þjóðverjar, rússar og kínverjar fara diplómatíska leið til þess.
Mín Afstaða: Ég geri mér fulla grein fyrir því að það er rosalega auðvelt að krefja ríki um að losa sig við vopn, og ráðast SAMT á það, með því að segja að þeir séu bara að ljúga. Það ríki sem losar sig við hluta eða öll bönnuð vopn er rosalega einfalt að sigra.
En það er aftur á móti hræsni á hæsta máta að taka á öðru ríki sem BNA stimpluðu sem öxuveldi illskunar með vettlingatökum þegar þeir ERU með gereyðingarvopn og eru ekkert að fela það. Og ekki nóg með það, heldur eru þeir líka að hóta að fara í stríð. Já N-Kórea…. það er náttúrulega mun auðveldara að ráðast á þann sem ekki hefur vopnin heldur en þann sem getur eitthvað… því eitthvað verða þeir að sanna er það ekki?
Og ég held að þetta stríð sem Bush vill svo endilega sé ekki með neinn sérstakann tilgang. Það er ekki olían.. né efnahagurinn, enda er það að sýna sig svo vel að efnahagurinn þeirra er svo valtur á þessum hugsanlegum stríðstímum að hálfa væri nóg. Nei ég held að þetta sé lítið annað en sýndarmennska, bureaucracy öllu heldur. Þetta er stjórn sem vill sýnast aktív í því sem þeir standa fyrir. Eina vandamálið er að þeir eru ekki að fara réttu aðfreðina við þetta.
And those where my two cents…
núna er komið að ykkur að skjóta mig :)
-Niflinn
0
Ábyrgar þjóðir sem eiga kjarnorkuvopn, nota þau sem fælingarvopn.
Ef stilla á til friðar einhversstaðar, þá eru slík vopn álíka gagnlaus og teygjubyssa smástráks.
Ef bylta á harðstjóra einhversstaðar er sama upp á teningnum.
Þau telja AÐEINS ef ráðist er á eigandann, þá getur hann hótað að nota þau.
Því segir Jane's að breski herinn sé mun betri en sá franski.
Agaðri, betur þjálfaður og ‘motiveraðri’ heldur en nokkur annar her í Evrópu.
Sá þýski fær góða einkunn fyrir sína ‘officera’, vel menntaðir, útsjónarsamir og agaðir. En óbreyttir fá lélega einkunn.
Franski herinn er almennt lélegur. Eina skrautfjöður hans er Útlendingahersveitin.
Kynnið ykkur hlutlaust mat Jane's á herjum vestrænna landa.
Bretar eru að endurnýja flugmóðurskip sín. 2 stk. á teikniborðinu.
Bretar eiga nú líka kjarnorkuknúin skip, kafbáta, sem einnig eru búnir eldflaugum m/kjarnaodda. En eins og áður sagði þá eru slík vopn ekki talin nema sem fæling, og hefur ENGIN áhrif á getu hersins til að berjast.
Það þýðir ekkert að sýna óvininum(sem á ekki slíkar sprengjur) myndir af kjarnorkusprengjum, þeir hræðast þær ekki. Vitandi að þær verða ekki notaðar.
Þótt ég eigi 200 sprengjur og lélegan her, þá er ég jafnvel verr staddur en sá sem á 20 og mjög góðan her.
Enginn mun nota þessar sprengjur nema þeir séu að tapa stríði, og um leið föðurlandinu. Enginn vill vera fyrri til að grípa til slíkra vopna. Ef tvö kjarnorkuveldi berjast, þá er hættan á að þau verði notuð hvað mest.
EÐA þá að slík vopn komist í hendur óábyrgra þjóða. Íraka, N-Kóreu t.d.
Og hættan er hvað mest í Indlandi og Pakistan.
All is well as ends Better. The Gaffer.
0
Nuff
Sammála þér, kjarnorkuvopn eru ódýri kosturinn til að sýna völd, en hvað gerurðu við þau völd ef þú ert ekki brjálaður einræðisherra ? Eins og þú segir þá stillirðu ekki til friðar, t.d. í svæðinsbundnum átökum.
Sumir hér gera mikið úr kjarnorkuherafla frakka og kalla þá stórveldi þess vegna, en það er ekki nóg núna, sum smáríki hafa kjarnorkuvopn í dag en fara leint með.
Franski herinn er vanmáttugur, þeir senda aðallega útlendingahersveitina ef þarf að berjast, enda tiltölulega fáir frakkar þar innanborðs.
0
Franski herinn er ekkert vanmáttugur frekar en að Ísraelar eiga skilið að lifa.
0
Franski herinn er vanmáttugur.
Ég segi það, og ber fyrir mig könnun Jane's á herjum vesturlanda.
Hvað berð þú fyrir þig?
All is well as ends Better. The Gaffer.
0
Jane´s ?
En get ekki trúað því að franski herinn sé vanmáttugur sko. En kannski ekkert sá besti en engan veginn trúi ég því að hann sé vanmáttugur. En kanaógeðin eru náttla með besta herinn. Ef þeir væru með lélegri her þá væri búið að bomba þessi ógeð almennilega, og Ísraelana líka.
0
Ég spurði þig hvað þú hefir til marks um að franski herinn væri ekki vanmáttugur!
Vinsamlega svara því.
Ég gat minna heimilda, þó þú þekkir ekki þá heimild. Þú ert með netið og leitarvélar, svo þér er ekki vorkennandi.
All is well as ends Better. The Gaffer.
0
Ég hef bara engar helvítis sannanir fyrir því að franski herinn sé vanmáttugur. En ég trúi því bara ekki að hann sé það og get sagt án þess að hafa sannanir að hann sé ekki vanmáttugur. Ekki sá besti en ekki vanmáttugur. Þínar heimildir eru sennilega bara eitthvað fucked up.
0
Einmitt það sem ég bjóst við.
Dæmigert svar frá þér.
Þú undirstrikar eigin fákunnáttu og opinberar hana fyrir öllum sem lesa þetta.
Hlýtur að vera erfitt að hafa einhverja skoðun og geta ekki varið hana nema með bölvi og ragni.
Aldrei með tilvitnunum í staðreyndir eða eitthvað skjalfest.
Allavega ekki vænlegt til árangurs, né að afla sér skoðanabræðra.
Frekar fráhrindandi.
Jane's er virt stofnun. Hefur innan sinna vébanda sérfræðinga í almennu hernaðarbrölti stórþjóðanna.
Mjög oft vitnað í samantektir og umsagnir frá Jane's í fjölmiðlum um allan heim.
All is well as ends Better. The Gaffer.
0
Ég er orðinn doldið ringlaður á öllu þessu frakka tali yfir þesari grein.
Af hverju þarf þjóð endilega að vera sterk og eiga mikið af drápstólum til að geta verið á móti stríði ?? er ekki talið að skynsemi og rökhugsun sé reyndar besta vopnið ??
Frakkar eru á móti stríði í írak af því að það er enginn skynsemi eða rökhugsun á bak við það stríð. Bandaríkjamenn vilja bara fá að drepa menn konur og börn til að ná sér í olíu og skapa vinnu í eigin drápstólaverksmiðjum af því einfaldlega að það eru þeirra EIGIN HAGSMUNIR og engra annara…..
Auðvitað eru allir með sitt álit á hlutunum og mikið væri lífið leiðinlegt ef allir væru sammála um allt…. Ég bara skil ekki frakka og fortíðarvandamálin eða þá umræðu. EINMITT ættu menn að LÆRA af fortíðini en ekki grafa sig niður á sama plan aftur.
Eins og segir í innslagi greinarinnar:
Það er bara furðulegt, að stríð gleymast svo fljótt :Þ
Kveðja
Geiriv
0
Svo þú heldur að Frakkar séu á móti stríði í Írak vegna þess að það sé engin skynsemi né rökhugsun á bak við það stríð.
Fyrirgefðu, en það hvarflar ekki eitt augnablik að mér að það sé eina skýringin.
Að mínu áliti þá er MIKLU líklegri sú skýring að þeir óttast að allir samningar sem þeir hafa gert við Saddam, um olíuvinnslu, tæki, tól og tækni til slíkrar vinnslu, vegi MUN þyngra, en heilbrigð skynsemi og rökhugsun.
Þessir samningar munu tryggja Frökkum yfirburðastöðu innan Íraks í framtíðinni varðandi olíuvinnsluna, og eru í stórhættu, ef Saddam fer frá.
Samt hafa BNA sagt opinberlega við BÆÐI Frakka og Rússa að þeir muni reyna eftir bestu getu að sjá til þess að allir slíkir samningar verði í heiðri hafðir, þótt þeir steypi Saddam.
Líklega eru Frakkar og Rússar vantrúaðir á það, og veðja frekar á almenningsálitið í heiminum til að stöðva BNA og Breta.
Þetta finnst mér mun líklegri skýring á afstöðu Frakka og Rússa til Íraksdeilunnar.
Og ef þetta kemur þér á óvart, þá eru samningar Frakka og Rússa við Íraka opinber skjöl og einnig
loforð BNA um að beita sér fyrir því að þessir samningar verði haldnir.
Peningar eru hafnir yfir alla skynsemi og rökhugsun. Hver er sjálfum sér næstur.
Og öllu má nafn gefa, sjálfum sér til framdráttar.
Frakkar eru eiginhagsmunapotarar.
All is well as ends Better. The Gaffer.
0
Vel má vera að olíusamningar hafa eitthvað með afstöðu Frakka og Rússa að gera ekki kann ég skil á því.
En þá bara hvers vegna gera USA menn ekki samning um olíu líka gegn því að létta af viðskiptahömlun og fá að kaupa olíu í staðinn??????
Það er auðvitað vitað að USA menn vilja sitja einir að borði varðandi olíu í Írak því þeirra hagsmunir eru meiri, þá geta þeir selt olíuna líka með gróða.
Bandaríkjamenn hafa gefið það út að þeir ætla að taka olíu sem stríðskaðabætur án endurgreiðslu, hvers vegna hafa USA menn verið að boða stríð með slíku offorsi ?? þeir hóta öllum og öllu, ef þeir fá ekki stuðning við stríð, þeir vita að andstaðan verður slík að þeir fara einir í stríð og þarafleiðandi geta þeir sagt að þeir hafi allan rétt á að sitja einir að borði…….
Bandaríkjamenn eru þeir einu sönnu eiginhagsmunapotarar…………..
þeim hefur alltaf verið sama um allt og alla bara að þeir græði..
0
geiriv
Enn minni ég á Kosovo sem dæmi um að komu að vandamáli sem heimsbyggðin/Evrópa gat ekki leyst en byggðust ekki á sýnilegum hagsmunum BNA.
0
geiriv
þú gleymir að taka fram að BNA lofuðu Frökkum að samningar þeirra yrðu í heiðri hafðir.
Það bendir til hins gagnstæða gagnvart þeirri fullyrðingu þinni að þeir vilji sitja einir að borði. Svo þar fellur sú fullyrðing.
Ef svo BNA ræðst á Írak, í óþökk Frakka, og án þeirra stuðnings, þá verða samningar Frakka og Íraka ekki pappírsins virði.
Og veistu, mér finnst það ekkert tiltökumál lengur.
Kennir Frökkum kannski þá lexíu: Því hærra sem þú hreykir þér, því hærra verður fallið.
All is well as ends Better. The Gaffer.
0
og enn og aftur minni ég á að þið eruð fífl sem hugsa ekki útfyrir fyrirsagnirnar.
Minni ENN OG AFTUR á að takmörk þessara ríkja eru þau sömu og BNA og Bretlands.
Bara greinir á hvernig skuli gera þetta.
Það þarf ekki stórann her til að taka ákvörðun á móti stríði, ég á t.d. engann her.. og er mikið á móti þessu hugsanlega stríði Bush.. :p
Kveðja,
Niflinn
0
rétt til að bæta við, OG endurtaka mig,
þá væri mun réttara að taka á þeim manni sem virkilega langar í stríð heldur en þeim sem vill það ekki og veit að hann myndi ekkert geta á móti UsA vélinni.
Ég segi, farið með þennan mannafla til N-Kóreu ef þið eruð svona rosalega til í að halda heimsfriðinn.
0
Það hlítur að teljast algert slys að N-Kóresku brjálæðingarnir séu komnir með þessa elflaugatækni, og dæmi um það sem Saddam má ekki verða. En auðitað er þetta ekki það krítískt svæði frá vestrænum hagsmunum, nágrannar þeirra, ekk isýst Kínverjar bera mikla ábyrgð.
0
Kennir Frökkum kannski þá lexíu: Því hærra sem þú hreykir þér, því hærra verður fallið.
Nuff. Það verður þá gaman að sjá hversu hátt fall BNA verður.
Svo segiru að ég komi aldrei með staðreyndir. Ekki segja svona vitleysu. Ég kem alltaf með staðreyndir um t.d. deilu Ísraela og Palestínumanna en fólk snýr útúr og bullar eitthvað helvítis rugl. Ég er bara ekkert mikið fyrir það að lesa eitthvað um hvaða herir eru öflugir. Er bara slétt sama um það. Ef þessi stofnun ætlar að halda því fram að franski herinn sé vanmáttugur þá myndi ég ekki taka mark á henni. Getur vel verið að hann sé ekki með þeim bestu í heimi, en að segja að hann sé vanmáttugur held ég að sé rugl.
Og þú segir að BNA hafi lofað Frökkum að samningurinn yrði í heiðri hafður. Þeir hafa nú skrifað undir einhverja sáttmála SÞ og eru að biðja SÞ um leyfi til að geta bombað Írak en segja að ef þeir fái ekki samþykki þá geri þeir það samt.
Hver er tilgangurinn ?
0
Góð grein eftir Jónas Bjarnason efnaverkfræðin í opnu DV í gær, um hræsni frakka og þjóðverja.
0