Kasakstan er stærsta -stan landið, um 2,7 milljón ferkílómetrar. Það hefur landamæri að Túrkmenistan, Úsbekistan, Tadsjikistan, Kyrgistan, Kína og Rússlandi. Landið var áður partur af Sovétríkjunum en fékk sjálfstæði eftir hrun þeirra.

Fyrsti forseti landins varð sjálfkrafa Nursultan nokkur Nazarbayev, sem var síðasti formaður Kommúnistaflokksins þar í landi, og hefur hann unnið allar kosningar hingað til. Nazarbayev hefur verið sakaður um kosningarsvindl og er það mun líklegra en hitt, og hefur þjóðin lítið grætt á honum og hans stjórn. En Turkmenbashi, einræðisherrann í Túrkmenistan er nú mun verri og sama má segja um ríkisstjórn Úsbekistans, sem fylgir gömlu Sovétreglunum.

Í Kasakstan búa 15 milljónir manns. Rúmur helmingur þeirra hafa rætur sínar að rekja til Tyrkja og Mongóla. Um þriðjungur eru Rússar, og deila löndin tvö tæplega 7 þúsund km löngum landamærum. Afgangurinn er einhversstaðar á milli, og er jafnvel þýskt blóð í sumum þeirra eftir að Stalín lét flytja þúsundir manna af mörgum þjóðernum til svæðisins. En flestir þar í landi tala rússnesku, og eiga í raun mun meira sameiginlegt með Rússum en með Tyrkjum eða Mongólum. Það er ekki skrýtið í ljósi þess að Sovétmenn reyndu að eyða Kasakstanískri menningu t.d. með því að brenna bækur, eins og þeir gerðu líka í hinum -stan ríkjunum og víðar.

Landið er stútfullt af olíu og gasi, og árið 2000 fengust um 5 billjón dollarar aðeins fyrir sölu á olíu, og mun sú tala örugglega hækka vegna ört vaxandi eftirspurnar á olíu. Erlendar fjárfestingar eru nú um 12 billjónir (í dollurum). Olía fer vestur til Evrópu í gegnum Rússland og Kínverjar hafa byrjað að fjárfesta í olíulindum Kasakstans.

Þrátt fyrir þessar geysimiklu auðlindir græða óbreyttir borgarar lítið á þeim, og virðast mest allir peningarnir enda í vösum Nazarbayev og kumpánum hans. Mjög mörg störf hafa þó skapast í kjölfar olíunnar, en á svæðum langt frá henni fer atvinnuleysi sumsstaðar alveg upp í 50%.

Samt sem áður er von um bjarta framtíð í Kasakstan, og þá sérstaklega miðað við hin -stan ríkin eins og t.d. Úsbekistan, Túrkmenistan, Tadjikistan og jafnvel Pakistan. Ef alvöru lýðræði yrði komið komið á fót, eða bara góðri ríkisstjórn yfir höfuð, þá væri Kasakstan í góðum málum.

kv.
miles.