Menn hafa greinilega verið að segja ýmislegt skrýtið hér um helgina! *Hlátur* Hef ekki lesið þetta allt yfir. Mætti halda að einhver hefði verið á fylleríi, miðað við ummælin um Þjóðverja og þetta, hahaha. Ekki besti staðurinn til að flippa svona út kannski, talvan það er að segja.
Ekki að það komi málinu svo sem neitt við, og ég þykist ekkert vita nákvæmlega á hvaða hátt eða hve mikið neinum hér er í nöp við múslima, mér er sjálfri illa við svona talibanalið, en margt fólk sem ég lít upp til er annars múslimar, bara ekki öfgadót.
Það skrýtna er að þó menn hafi já bara verið að flippa út hér, þá væri jafnvel Tyrki sem væri annars illa við “múslimadót” og þó sjálfur múslimi, alls ekkert svo sjaldgæf týpa. Ég hef hitt einn svoleiðis. Tyrkir eru jú mjög undarleg þjóð og óskiljanleg.
Þetta hefur jákvæða þætti líka. Í könnunum á gyðingahatri í múslimaríkjum kom í ljós að það var langminnst í Tyrklandi. Nú er til dæmis vinsælt í Islamska heiminum að trúa að Ísrael hafi sprengt upp WTC (sumir af þeim trúa líka að teiknimyndin Pokemon sé zionistasamsæri, og hún var bönnuð í einhverju landi þarna) en í Tyrklandi trúði minnstur hluti þjóðarinnar svona lygasögum, miðað við önnur múslimalönd (það var 90 og eitthvað prósent í Indónesíu sem trúði þessu minnir mig, til samanburðar). Auðvitað er slíkt samt til í Tyrklandi.
Annars verður það að segja um Tyrki að þeir hafa óvenju sjálfstæðan karakter, þeir eru óvenju lítið fyrir að samsama sig restinni af múslimska heiminum. Þetta er dularfull þjóð og það er mikið rifist um hvaðan í ósköpunum hún er, en margir telja að hún sé að hluta til Asísk. Það er mikil fyrirlitning á öðrum þjóðum í Tyrklandi, enda þeir afar montir af sínum ótal afrekum í fortíðinni, og líta þeir mikið niður á aðra oft hvort sem það eru Arabar eða Grikkir. (En oftast ekkert meira en sumir Evrópubúar líta niður á Kana, Þjóðverja eða eitthvað.) Furðumargir, miðað við það sem maður hefði haldið, Tyrkir eru stuðningsmenn Ísraelsríkis! Það eru jafnvel til Tyrkir sem vildu helst ganga í bandalag með Ísrael frekar en Evrópubandalagið, stórskrýtið en satt. Þetta á sér sögulegar ástæður, til dæmis er það einhverjum Gyðing sem var háttskrifaður þarna að þakka að Tyrkir eignuðust Kýpur, man ekki alveg hvernig þetta er, og samskipti Tyrkja við Gyðinga innan Tyrklands voru oft óvenju góð. Auk þess telja margir að Gyðingar Evrópu séu blandaðir Tyrkjum, enda var heilt konungdæmi þarna sem gerðist Gyðingar í gamla daga, sem hét Khazaria. Veit ekki hvað það hefur með þetta allt saman að gera, líklega ekkert, en furðulegt en satt þá er til talsvert af Tyrkjum sem hefur það lítið álit á Aröbum, fyrir utan Múhammeð kannski, að þeir styðja frekar Ísrael.
Það er mikil móðgun við Tyrkja oft að þú talir um “múslimana” við hann eða “Islamska heiminn” eins og hann sé of mikill hluti af þeim eða honum. Þeir vilja ekki láta líkja sér við “einhvern helvítis fáfróðan Araba” eins og einn af þeim sagði við mig þegar ég sagði eitthvað óvarlegt. Tyrkir eru meiri þjóðernissinnar almennt en ofsatrúarmenn held ég. Og það er eitthvað við þá sem er mjög ófyrirsjáanlegt og sérstakt, þeir eru eitthvað svo sér á báti, og eiga ekki mikið af “nágrönnum” virðist vera, óeiginlega séð. Þeir eru í raun mjög sjálfstæð og illskilgreinanleg þjóð.
Margir Tyrkir eru svo enn fúlir út í Arabana og Arabíu Lawrence fyrir að hafa losnað undan
Ottomanveldinu. Þeir telja að þetta hefði allt gengið mikið betur undir Tyrkneskri stjórn.
Svo reiði þeirra er frekar út í “araba fíflin” sem halda að þeir geti stjórnað sér sjálfir, sem ættu auðvitað að vera ennþá undir Tyrklandi hinu mikla, að þeirra mati (svona nostalgíu draumar), heldur en Ísraelana, sem þeim finnst sumum, skrýtið en satt, amk hefði ég ekki séð það fyrir, mikið betra að séu þarna. Það voru jú Gyðingar sem gáfu þeim Kýpur og bla bla bla, man ekki alveg hvernig rökin fyrir Tyrkneskum zionisma hljóma.
Annars er líka sumum Gyðingum einstaklega vel við Tyrki. Til dæmis var einhver kall þarna sem er kallaður “hinn tyrkneski Schindler” og líkt við Schindler þarna sem bíómyndin var gerð um. Ég man ekki hvað hann hét.
Tyrkland er annars líka að mörgu leyti óvenjulega “vestrænt”, þó þarna séu ýmsir gallar, og já, það séu líka trúarofstækismenn og mannhatarar þarna eins og annars staðar, þó það sé í eitthvað minna mæli. Menntun er ekki nógu góð þarna, en af einhverjum ástæðum virðast þeir sem eru menntaðir þó oft vera alveg ótrúlega vel upplýstir, miðað við menntað fólk almennt meina ég og þekkja til dæmis sína eigin sögu oft mikið betur en ég þekki sögu Íslands svo sem.
Ég hef það á tilfinningunni að framtíð Tyrklands verði mjög góð, þó ég viti ekki nákvæmlega hvenær eða hvernig það verður. Mér finnst það bara liggja í loftinu. Ef þeir koma inn í Evrópu þá eru þeir komnir til að vera og það verður bara mjög fínt. Kebab staðirnir eru bara byrjunin! ;) Við erum kannski ekki Tyrkir sjálf og hvað þá með Tyrkjagrobb, en ég held að við verðum flest að viðurkenna að við viljum frekar hafa hér mjög mikið af hófsemdarliði eins og Tyrkjum nútímans en fylla hér allt af fólki frá Írak eða Alsír. Ég er enginn rasisti, en auðvitað væri flóknara fyrir slíkt fólk að aðlagast, Tyrkir hafa jú færri ofsatrúarmenn, en því miður einhverja já.
Tyrkland hefur auðvitað myrka þætti í sinni sögu sem þeir hafa enn ekki gert almennilega upp, en Tyrkir hafa aldrei gert Íslendingum neitt ólíkt því sem ég hélt til dæmis þar til ritter hérna á huga benti mér á að það er ekki rétt. Orð eins og “hundtyrki” áttu aldrei rétt á sér í Íslensku, enda óvirðing fyrir bæði Tyrkjum og hundunum vinum okkar. Ekkert frekar en að nota orðið “Gyðingur” um nískt fólk (sem er byggt á flóknum misskilningi auðvitað, Gyðingar hafa aldrei verið nískari en gengur og gerist, eru einmitt örlátari og það hefur verið rannsakað).
“Hundtyrki” er ruglorð afþví “Tyrkjaránið” var ekki framkvæmt af Tyrkjum, heldur Alsírmönnum, Márum en ekki Tyrkjum. Þeir voru bara undir Tyrklandi þá svipað og Indland var einu sinni undir Bretlandi en eru svo sem alveg jafn óskyld þjóð og Indverjar eru Bretum.
Þetta hefði því átt að heita “Alsír ránið” enda var ekki einn Tyrki í Tyrkjaráninu.
Bara svona svo við getum borðað Kebab með góðri samvisku ;) hehe