Margir halda að Kína verði næsta stórveldi heimsins. Íslenskir ráðamenn eru auðvitað í þeim hópi og skríða fyrir þeim eins og pöddur við öll tækifæri. Þegar kínverskir einræðisherrar gefa skipun þá bukka þeir sig og brjóta jafnvel lög (svifta fólk ferðafrelsi). Nú bendir hins vegar margt í þá veru að þessi virðingarfulli ótti hafi verið ótímabær og kínverski risinn sé u.þ.b. að falla á höfuðið.
Til að byrja með þá hefur efnahagsundrið í Kína alltaf verið bundið við afmörkuð svæði, en allir aðrir landsmenn hafa borgað brúsann. Yfir 800 milljónir á landsbyggðini sitja uppi með ónýtt skólakerfi, afdankaðar verksmiðjur sem skipulega er verið að loka og flestir læknar eru horfnir á mölina. Spillingin er botlaus og flestar ráðastöður eru seldar hæðstbjóðanda. Verksmiðjur sem þéna peninga í borgunum eru miklu líkari fangelsum en vinnustöðum. Í sumum vinna þúsundir kvenna undir þrítugu við að sauma fatnað, 14-16 tíma á dag alla vikuna, fyrir sama og engu kaupi … og engin þeirra verður nokkurn tíma ófrísk! Nálægt þrítugu eru þær útslitnar og skilað ónýtum til baka út á landsbyggðina.
En það saumar að einræðisherrunum á tveim vígstöðvum. Bankakerfið er tæknilega gjaldþrota vegna þess að helmingur allra lána er aldrei endurgreiddur (það sem ríkisverksmiðjur og alls konar framkvæmdir gleypa). Peningakerfið virkar enn aðeins vegna mikillar þennslu. Vangreiðslur í japanska bankakerfinu, sem flestum óar við, eru t.d. smámunir miðað við þær kínversku.
Það sem gæti sett stóru bremsuna á allt kerfið á rætur sínar í hvernig stjórnvöld hafa farið með landið. Skógum landsins hefur verið eytt og annað jarðrask í nafni framfara hefur eyðilagt stór svæði. Nú er komið að skuldadögunum og rykstormar – miklu, miklu ægilegri en gengu yfir Bandaríkin upp úr 1930 – eru að keyra all í kaf. Mold sem jörðin safnaði í hundrað ár hverfur á nokkrum sekúntum og blæs alla leið til Japans og Kóreu. Bílaframleiðandi í Kóreu verður t.d. að pakka öllum bílum inn í plast eftir að þeir renna af beltinu!
Kínverjar verða brátt að hefja mikinn innflutning á matvælum vegna rykstorma. Með sama áframhaldi breytist sjálf höfuðborgin í hálf óbyggilegt rykbelti og menn geta gleymt ólympíuleikunum 2008.