————–“Asylum: The final disaster”——————
Sá gríðarlegi fjöldi barna sem fylgir hælisleitendum til Bretlands, er að valda alvarlegum töfum á menntun tug-þúsunda nemanda í skólum landsins, þetta var viðvörun sem yfirmaður í eftirlitsdeild menntamála David Bell lét frá sér fara 5. febrúar s.l. og sagði jafnframt að allir nemendur gjaldi þess þegar mikill fjöldi flóttafólks bætist inn í skólakerfið.
Vandamálið er það umfangsmikið að sumir skólar horfa fram á lokun, nema til komi bætt útkoma barna á prófum (í Bretlandi er því þannig háttað að skólum er lokað ef þeir standast ekki lágmarks kröfur er varðar einkunnir) Að minnsta kosti 3500 skólar, að mestu í borgum og bæjum landsins, hafa veitt börnum hælisleitenda móttöku á síðastliðnu ári.
Það er áætlað að 250.000 nemendur séu nú í bekkjum þar sem að minnsta kosti 10% nemenda eru flóttamenn. Ástandið er alvarlegast í London þar sem allir bekkir eru með þetta hlutfall nemenda frá flóttamanna-fjölskyldum.
Í ársskýrslu þeirri sem David Bell birti kom fram að truflandi áhrif sem börn flóttamanna yllu væru slæm fyrir öll börnin, margir skólar yrðu að þola skamma viðveru flóttamannabarna sem kæmu og færu í stórum hópum og það truflaði nám annara nemenda í skólanum. En flóttamenn gætu oft beitt yfirvöld óeðlilegum þrýstingi vegna stöðu sinnar. Hann sagði að ef börnin töluðu ekki nema takmarkaða ensku þá væri það óhjákvæmilegt að óeðlilegt álag myndaðist á sérkennslu þá sem væri til staðar. Hann varaði við því að verulegt álag væri komið á fjárveitingar til menntamála vegna þess hve kröfur flóttamanna hefðu mikið vægi. Hann krafðist þess að yfirvöld tækju ákvörðun hvort mennta ætti börn flóttamanna utan hins almenna skólakerfis, þess hefur ítrekað verið óskað að menntun þessara barna eigi sér stað utan hins almenna kerfis þar til enska þeirra væri nægilega góð til þess að stunda nám í almennum skóla. Fyrverandi menntamálaráðherra, Ann Widdecombe, hefur sagt að hýsa ætti flóttamenn og börn þeirra í öruggum flóttamannabúðum. Ef það yrði gert þá mundu börn flóttamanna verða menntuð á staðnum og vandamálið þar með hverfa.
Annarstaðar í skýrslunni er dregin upp dökk mynd af þeim truflunum sem ofbeldishneigðir nemendur valdi , framkoma pilta er líka áhyggjuefni, um helmingur þeirra hefur unglinganám án þess að geta skrifað Ensku almennilega og um 14 ára aldur hefur einn af hverjum fimm ekki enn náð meðal-hæfileikum 11 ára bekkinga.
Söguleg lögsókn er hafin af einu bæjarfélagi til þess að reyna að koma í veg fyrir að hótel eitt í miðbænum verði lagt undir flóttamannabúðir en ríkisstjórnin hefur um það áætlanir í bænum Sittingbourne í Kent. Bæjarstjórnin telur þetta lögbrot og að til verði að koma skipulagsbreiting ef af verður.
(Lauslega þýtt úr Daily Express. Thursday Februarey 6, 2003)
Ekki er hægt að miða siðferði í dag við siðferði áður fyrr.