Núna var þessi dómur sem segir að ríkið hafi brotið alþjóðleg lög um brot á mannréttum og auk þess brotið öll íslensk lög. Fyrir nokkrum vikum ættlaði ríkistjórnin að sameina tvo banka en samkeppnis ráð bannar það og davíð verður fúll.

Núna með dómin í sambandi við brot á öryrkjum þá ættlar ríkistjórnin að þinga um þetta á alþingi. Allt til að breyta lögum.

Þetta eru bara þeir tveir skandalar sem hafa komið upp nýlega, ég man eftir öðrum það var þegar átti að selja FÍB. Davíð vildi selja FÍB, svo koma einhverjir sem eru ekki í sjálfstæðisflokknum og bjóða betur en þeir sem Davíð vildi fá. Þess vegna kærði davíð þessi kaup fyrir samkeppnisráð.

Hvað er að ríkistjórninni??? Ef þetta væri einhverstaðar annarstaðar í öðru ríki en einhverju með einræðisherra þá væri ríkistjórnin búin að segja af sér. Afhverju í fjandanum eru íslendingar svo blindir fyrir þessu og láta ríkistjórnina komast upp með hvern skandal og mistök á eftir öðru??


Þetta fann ég á MBL.is, þar sem davíð er að tala um dóm “hæstaréttar” um brot ríkisins á öryrkjum. Takið eftir að hann vill fá skýringar lögfróðra manna, eins og að hæstiréttur sé ekki fullur af þeim.

“Það var aðeins verið að fá skýringar lögfróðra manna á þessum dómi sem er dálítið óklár og óljós í ýmsum efnum og lögfræðilega afar sérstakur svo ekki sé nú meira sagt,” sagði Davíð.
_______________________