Svo virðist sem einkaskólinn í Hafnarfirði ætli nú að taka upp þá stefnu að hafa skólabúninga.

Menntamálaráðuneytið hefur ekki viljað “commenta” um þetta mál en það þykir frekar ótrúlegt að þeir “commenti” ekkert á þetta. Það er Áslandsskóli sem hefur ákveðið þetta en hann er undir stjórn nýs skólastjóra að nafni Leifur Garðarsson.

Núna er foreldraráðið á þeim bæ líka með fingrana í þessu og allir virðast vera sammála þessu. Mér finnst ótrúlega fyndið að vita til þess að einkaskólar hér í landi , eða þ.e.a.s. einkaskóli hér í landi , taki upp þá útlendu stefnu að hafa skólabúninga.

Tja ég er nú sjálfstæðismaður en vill samt ekki einkavæða heilsugæslustöðvar efa þær taka upp bandaríska stefnu og spyrja um trygginaplagg áður en þeir lækna þig eða gera að sárum þínum. Ég á eftir að sjá það þegar grunnskóla krakkar klæðast skólabúningum og allir eru eins…er það heilbrigt?

Ég er nú ekki mikill mótmælandi þessu en vildi fá að vita svona skoðanir fólks og hvað þeim finnst um þetta mál.