Ég bara þoli ekki að keyra reykjanesbrautina, það keyra allir eins og hálfvitar á henni!
Ég var einu sinni algjör glanni, alveg óhrædd. Keyrði alltaf amk 15 km/klst yfir hámarkshraða og var bara alltaf að drífa mig. Aldrei stoppuð af löggunni og aldrei lenti ég í slysi! Ég hef kannski keyrt svona 10 sinnum undir áhrifum áfengis.
Nýlega lenti ég í tveimur árekstrum með viku millibili. Annað var ég í rétti og í hinu var ég í órétti…
Eftir þetta þá tek ég ekki sénsinn lengur! Ég keyri á 90 á brautinni, jafnvel hægar ef mig langar til. Og ég nota ekki þennan “kant” því það er alltaf hálka í honum, ef fólk vill taka framúr þá gef ég stefnuljós svo það viti hvenar það kemst. Ef fólk er að keyra upp í rassgatinu á mér þegar það hefur ekki séns á að taka framúr þá hægi ég niður á 70, þá er minni hætta á alvarlegu slysi ef hann klessir aftan á mig (og líka til að bögga hinn fyrir að keyra ekki varlega!)
Ég bara tek engan séns! Mottóið mitt er að þó að ég sé að keyra varlega þá á að gera ráð fyrir að hinir séu ekki að því, því guð má vita að ég keyrði eins og vitleysingur.
Og með þetta skilti, ágæt hugmynd en illa staðsett, fólk þarf að snúa sér við til að sjá á skiltið og það er bara meiri slysahætta.
Og mér finnst líka að það þurfi að auka löggæsluna á brautinni, og bara allsstaðar. Það er bara fáranlegt að löggan stoppi ekki fólk á 110 því það tekur því ekki, þeir fá svo lítinn pening fyrir það! Þetta er bara asnalegt!
En jæja, ef þið lendið fyrir aftan einhvern hægan á brautinni þá er það örugglega ég ;) og reynið að blóta mér ekki alltof mikið, ef að þið eruð að vera sein þá hefðuð þið bara átt að leggja af stað fyrr! :Þ