Nú vil ég byrja á því að biðja þig, ef þú ert andvígur virkjun á Austurlandi, að ná þér í landakort og benda ÁN ÞESS AÐ HIKA á kárahnjúka. Ef þú getur það, þá skal ég hlusta á það sem þú hefur að segja..

Ég er orðin svo þreytt á því að hlusta á mótmælendur sem vita ekkert hvað þeir eru að tala um! Eg get persónulega allsekki sagt að ég viti mannamest um þessar framkvæmdir, en ég veit nú samt sem áður að öllum var nákvæmlega sama um Kárahnjúka áður en ákveðið var að sökkva þeim og nánast eini maðurinn sem hafði komið þangað var Ómar Ragnarsson. Það var bara verið að leggja almennilegan veg þangað núna á þessu ári, fyrir það var bara illfær troðningur.

Eg hef líka heyrt ýmsa mótmælendur segja:
“jahh, maður hefur bara svona keyrt þarna hjá.”
Kárahnjúkar eru ekkert til að “keyra hjá”, þetta er algjörlega úr alfaraleið!

Auðvitað eru ekki allir svo fáfróðir og hafa kynnt sér þessi mál ýtarlega og eru samt á móti virkjun og það er þá bara gott mál, allir mega hafa sína skoðun.
En ég neita samt sem áður að þurfa að horfa á byggðarfélagið mitt tæmast hægt og hægt bara til að þið getið komið með tjaldvagnana og fellihýsin ykkar og “keyrt þarna hjá” svona þegar ykkur dettur í hug.