“Þrátt fyrir allt þá er þetta maðurinn sem reyndi að myrða pabba minn” George W. Bush


Nokkrum klukkstundum eftir hryðjuverkaárásirnar bað Donald Rumsfeld undirmenn sína að búa til áætlun um stríð gegn Írak. Daginn eftir á fundi með Stjórnarráðinu gerði hann öllum það ljóst að Írak ætti að vera aðal skotmark Bandaríkjanna í fyrstu lotunni í stríðinu gegn hryðjuverkum. Þó að stríðið gegn hryðjuverkum sé brandari, því að stríðið gegn hryðjuverkum hófst fyrir 20 árum síðan af þáverandi forseta BNA Ronald Reagan. Leifar þess stríðs sjást bersýnilega á ástandi Mið og Suður Ameríku. En þar hafa Bandaríkjamenn fellt löglega kosnar ríkisstjórnir og þjálfað morðsveitir og er tala látinna í milljónum. En á þessum fundi sagði forsetinn að hugur almúgans þyrfti að breyta til þess að fá það til þess að vilja herja á Írak og því var ákveðið að ráðast á Afganistan. (Frétt birtist í NY Times þann 5. September 2002 á bls 10.)

Þessar fullyrðingar og tímasetningar gefa það greinlega til kynna að þessi stjórn hafa áætlanir sem þeir eru að reyna að halda leyndum. Á þessum tíma vissu þeir ekki einu sinni að flugræningjarnir komu frá Al Qaeda samtökunum og ennþá hafa þeir engar sannanir birt sem tengja Írak og Osama Bin Laden saman.

Alveg síðan 1991 hefur fólkið í Hvíta húsinu og í Pentagon viljað fara aftur til Íraks og klárað það sem var aldrei klárað. Þetta var skrifað í skjölum fyrir þáverandi Varnarmálaráðherra Dick Cheney, en það var skrifað á síðasta ári Bush eldri. Og á meðan Repúblikanar voru ekki við völd 92-00 þá voru skrifaðar margar skýrslur um málefni Íraka og hvað skyldi gert ef þeir kæmust í Hvíta húsið aftur. Og á vorinu 1997 var mikið um að vera á þinginu þar sem Repúblikanarir voru að reyna fá stuðning til þess að hrekja Saddam Hussein frá völdum. Það sem stóð m.a. í þessu skjali var eftirfarandi: "We should establish and maintain a strong U.S. military presence in the region, and be prepared to use that force to protect our vital interests in the [Persian] Gulf-and, if necessary, to help remove Saddam from power." Í bréfi ritað til Clintons Bandaríkja forseta skrifað 29. maí 1998 var rauði þráðurinn í því að repúblikanar vildu að Hussein verði fjarlægður frá völdum. Undir þetta bréf skrifuðu m.a. Donald Rumsfeld og Colin Powell. Þegar George W. Bush komst til valda fengu meðal annars þessir menn stöður í ríksstjórninni og/eða ráðum og margir aðrir sem skrifuðu undir skjalið líka. Í níu mánuði biðu þeir eftir atburði sem líktist Pearl Harbor til þess að reka í gegn utanríkisstefnu sína. Condoleeza Rice bað alla í stjórnina að hugsa upp hvernig nýta mætti þessa reiði og ringulreið til þess að reka Bandaríska utanríksstefnuna í gegn. Sagði hún að það væri hægt að fá fólk til þess að samþykkja allt svipað og var 1942 og seinna meir var reiðin notuð í kalda stríðinu (Rússarnir eru að koma hræðslan).

Þrátt fyrir allt þetta þá gat ríkisstjórnin ekki bara farið í stríð við Írak. Þeir fóru því í auðvelt stríð við Afghanistan. Það var auðveldara að tengja Bin Laden við Afghanistan. Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn höfðu hjálpað Al Qaeda meira en Talibanarnir. Á meðan allt þetta var að gerast hófu Bandaríkjamenn ótrúlegustu áróðursherferð gegn Írak sem sögur fara af og reyndu að sannfæra þjóðina að Írak væri hlutur af stríðinu gegn hryðjuverkum. Þessar herferðir kveiktu í spurningum um allan heim um hver raunverulega ástæðan væri fyrir þessari þráhyggju Bush.

Helstu fylgjendur stríðs hafa bent á að Saddam sé ógn við heiminn því hann byggi yfir svo ógnvekjandi og hættulegum vopnum. Þetta er ekki satt og þó svo að það væri satt þá gefur það ekki tilefni til stríðs einungis afvopnunar. Vissulega áttu Írakar gereyðingarvopn en samblanda af Persaflóastríðinu, viðskiptahömlur og vinna vopnaeftirlitsmanna frá árunum 1991-1998 þá hafa flest ef ekki öll þessi vopn verið eydd. Eða með orðum Scott Ritters: “I bear personal witness through seven years as a chief weapons inspector in Iraq for the United Nations to both the scope of Iraq's weapons of mass destruction programs and the effectiveness of UN weapons inspectors in ultimately eliminating them.”

Áróðursherferð BNA manna núna minnir um margt á þegar fyrir Persflóastríðið 1990 þegar Bush þáverandi forseti sagði að Saddam tæki börn á spítölum og fleygði þeim eins og eldivið. En eins og síðar kom í ljós þá voru það Kúveitar sem réðu Bandarískt almannatengslafyrirtæki til þess að búa til þessa sögu og koma henni af stað. Kúveitar fengu meira að segja stelpu til þess að bera vitni fyrir framan Bandaríska þingið og segja þessa sögu. Kom síðan í ljós að stelpan var dóttir kúveitiska(stafsetning) sendiherrans.

Það var í Október á síðasta ári sem Bush sagði furðulegasta hlutinn af öllum þegar hann sagði að Saddam væri háður gereyðingarvopnum og byggi yfir flugvélum sem gætu verið mannaðar og ómannaðar og gætu flutt efnavopn og dreift þeim yfir stórsvæði. Að öllum líkindum var Bush að vísa til Tékkneskra flugvéla af gerðinni L-29. Þeir keyptu 169 stykki á árunum 1960-1980. Þessi vél er Sóveska útgáfan af Cessna. Þeir komast um það bil 1500 kílometra. Bush útskýrði ekki hvernig þessar vélar eiga að komast til Maine sem er stysti punktur BNA frá Írak en það er um 10.000 kílómetra í burtu. Sögur herma að Írakar hafi reynt að gera þessar vélar að vopnum en mistekist.

Þeir hafa reynt einnig reynt að tengja Írak við Al Qaeda en mistekist. Staðreyndin er sú að Saddam og Bin Laden eru óvinir og hafa alltaf verið. Þeir hafa reynt að tengja Mohammed Atta meintan höfuðpaur hryðjuverkaárásarinnar 11. september við Írak en mistekist. Þeim tekst það sennilega ekki því að eins og áður segir þá eru þeir óvinir.

En sennilega er aumasta ásökunin er virðingarleysi Saddams gegn ályktunum Sameinuðu þjóðanna. Það er aldrei talað um að Ísrael þurfi að fylgja ályktunum. En Rumsfeld hélt sýningu þar sem hann sýndi Íraka skjóta á flugvélar Bandaríkjamanna og Breta á svokallaða no-fly zone. Rumsfeld ætti að vita það að það er ekki til nein ályktun sem styður þetta no-fly zone. Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn ákváðu þetta einir síns liðs. Þetta var gert til að vernda Shiitana og Kúrdana. Þrátt fyrir að Saddam gæti ekki flogið kom það samt ekki í veg fyrir að Saddam slátraði Kúrdum eftir Persaflóastríðið fyrir framan augun á Bandaríkjamönnum. Þeir leyfðu honum þetta því þeir voru hræddir við óstöðugleika sem gæti skapast í Tyrklandi en þeir hafa leyft sér í skjóli BNA manna að slátra Kúrdum í Suður Tyrklandi. Frakkar hættu fljótlega að taka þátt í flugbanninu með Bretum og BNA mönnum. En Bretar og BNA menn hafa haldið áfram að sveima þar um í trássi við alþjóðalög.

Síðan er ein ástæðan nefnd að fólk þar býr ekki við frelsi og lýðræði. En ef þetta er ein af ástæðunum og þeir hafa áhyggjur af fólkinu í Írak. Þá hefðu þeir getað löngu verið búnir að taka til hendinni í löndum eins og Saudi Arabía, Qatar, Sameinuðu Arbísku Furstadæmin, Oman og fleiri lönd.

Fyrst að þessar ásstæður virðast ekki vera að ganga upp þá má spyrja sig hver er ástæðan? Ein kenningin sem virðist vera langlíf er olían. Írak hefur yfir að ráða næst stærstu uppsrettu ólíu í heiminum á eftir Saudi Arabíu. Og ef við gefum okkur það að forseti Bandaríkjanna og varaforsetinn hafa efnast vel á olíu viðskiptum þá vita þeir þessa einföldu staðreynd. Á árunum 1998-99 var varaforsetinn stjórnarformaður í Haliburton sem seldi Saddamm olíuvörur(borpalla o.fl.) fyrir 23 milljónir dollara. Ef við gefum okkur það að ástæðan sé olía þá tala staðreyndirnar sínu máli. Bandaríkjamenn eiga um það bil 50 % af bílaflota heimsins og hafa þeir margar ástæður til þess að stjórna óliulindum heimsins fyrir sjálfan sig og auk þess að ráða yfir öðrum löndum og nota olíuna til þess eins. Eða eins og Anthony Sampson sagði: “Western oil interests closely influence military and diplomatic policies, and it is no accident that while American companies are competing for access to oil in Central Asia, the U.S. is building up military bases across the region.”

Önnur kenning er sú að Ísrael og leiðandi Likud flokkurinn vill að síðasta ógnin við hernaðrmætti Ísraela á þessu svæði verði eytt. Margir í stjórn Bush núna þar á meðal Richard Perle yfirmaður varnarmála skipulags hefur mikil tengsl við Likud flokkinn. Richard Perle þessi hefur oft verið á öndverðum meiði við friðarumræður og var mótfallinn viðræðunum í Camp David meðal annars og beðið um stríð gegn óvinum Ísraels gegn löndum eins og Sýrland, Íran og Líbanon. Perle þessi skrifaði meðal annars skjal ásamt mörgum öðrum til Benjamins Netanyahu sem var að verða forsætisráðherra á þeim tíma og báðu hann um að virða Oslóar samninginn að vettugi og heraka Vestur-Bankann og Gaza svæðið. Einnig biðja þeir um að Saddam verði velt úr stóli og þessu næst Íran, Sýrland og síðan Líbanon. Vitað er að margir í Bush ríkisstjórninni eru fylgjandi þessum skoðunum og ekki erfitt að trúa því að þessi árás á Írak gæti verið fyrir Ísrael í skjóli stríðsins gegn hryðjuverkum.

Einnig má leiða að því líkum að það seú pólitíksar ástæður fyrir þessu stríði. Versnandi efnahagur í Bandaríkjunum, svik hjá Enron fyrirtækinu en vitað er að forsetinn og varaforsetinn áttu mikil tengsl við þetta fyrirtæki. Skattalækkanir sem hjálpa einugis þeim ofurríku og minnkandi frelsi undir John Ashcroft þar sem m.a. ríkisstjórnin veit núna hvaða bækur fólk tekur á bókasafninu og er að reyna að koma í gegn lög þar sem þeir geta fylgst með hvaða vefsíður fólk sækir. Gæti það verið vegna þess að Bush reif Kyoto bókunina eða þá að Al Qaeda hafa ekki enn verið sigraðir og ekki er vitað um afdrif Bin Ladens.

Ég get verið sammála þessum rökum olía, hernaðaryfirburðir Ísraels í miðausturlöndum, og pólitískar ástæður hafa allar spilað inní ákvörðun BNA manna. En annað stríð BNA manna gegn Írak þarf að setja í sögulegt samhengi. Þetta hófst fyrir um 50 árum þegar CIA felldi Mossadeq í Íran og hóf keðjuverkun sem varð til þess að Ayatollah Khomeini felldi Shainn og “Bandaríkjamenn” úr stóli. Þetta eyðilagði annað valdastoðið sem var Íran og Saudi Arabía en eftir að Íran féll þá var bara Saudi Arabía sem var stoð og stytta gegn áhrifum Sovétríkjanna á svæðinu. Uppreisn Khomeinis varð til þess að stefna Bandaríkjamanna á svæðinu varð að breytast. Á sama ári réðust Sóvétmenn inní Afghanistan og Bandaríkjamenn byrjuðu að vopna Afghani þar á meðal Bin Laden. Vegna mikilla stefnubreytinga hjá BNA mönnum og hjá Bin Laden og félögum varð síðan til þess að þeir ákváðu réðust gegn BNA mönnum 11. September.

Eftir uppreisnina 1979 þá sóru BNA menn þess að styðja við hvern þann sem vildi berjast við Khomeini að styðja hann. Þegar Saddam fór í stríð við Íran 1980 og það virtist vera að hann væri að tapa þá ákvaðu BNA menn að styðja Saddam og seldu honum vopn og gáfu honum upplýsingar úr gervihnöttum. Auk þess voru það þeir sem seldu þeim efnavopnin sem hann notaði gegn sínu eigin fólki og var það með þeirra vitneskju og samþykki. Íran-Írak stríðið endaði með miklum mannmissi hjá báðum aðilum. 1990 hélt Saddam að hann kæmist upp með að hertaka Kúveit með samþykki Bandaríkjanna. Hver einasti forseti Íraks síðan 1920 hefur heitið því að innleiða Kúveit inní Írak. En í staðinn nota BNA menn tækifærið og ráðast gegn Írak til þess að stjórna svæðinu og auka við herstöðvarnar. Eða eins og Stephen Zunes sem er sérfræðingur í miðausturlöndunum sagði: “The United States used Iraq's invasion of Kuwait as an excuse to advance its long-desired military, political, and economic hegemony in the region”.

Í stuttu máli þá eru ástæður þessa stríðs einfaldar svipaðar og var á Balkansskaga 1999 og í Afghanistan 2001-2003. En það er heimsveldisstefna og að ráða yfir öðrum þjóðum heimsins. Það er auðvelt að vera sammála Jay Bookman þar sem hann skrifar: “Why does the administration seem unconcerned about an exit strategy from Iraq once Saddam is toppled? Because we won't be leaving. Having conquered Iraq, the United States will create permanent military bases in that country from which to dominate the Middle East, including neighboring Iran.”
——————–