Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna fínkemba núna Írak í leit að kjarnorkuvonpun og þessháttar skaðræðistólum. Ef þeir sýna ekki fullan samstarfsvilja og/eða gefa frá sér skýrslur sem segja ekki frá öllu, þá jafngildir það stríðsyfirlýsingu. Og það þýðir að Bandaríkjamenn munu flykkjast inní landið og stráfella allt sem fyrir verður.
Allt þetta út af einum manni. Osama Bin Laden er náttúrulega gæjinn sem Bandaríkjamenn, með Bush í broddi fylkingar, vilja ná, en þar sem þeir hafa ekki enn gert það, þá er alveg eins gott að láta það bara bitna á írönsku þjóðinni.
Ég verð að viðurkenna að þetta þykir mér hræsni. Bandaríkjamenn segja Osama bin Laden vera hryðjuverkamann og morðingja. Þessu neita ég ekki, ef bin Laden stóð fyrir árásunum á WTC 11. september þá er hann það, en er Bush ekki að gleyma einhverju?
Ég spyr, hvaða þjóð er eina þjóðin í heminum sem hefur notað kjarnorkusprengjur? Mig minnir að það séu bandaríkjamenn, sem notuðu kjarnorkusprengjur til þess að drepa blásaklaust fólk í Hirosima og Nagasaki 6. og 8. ágúst 1945. Ef ég man rétt þá dó um sjötíu til áttatíu þúsund manns bara í Hirosima og 35000 til 40000 manns dóu í Nagasaki. Þjóðin sem að sprengdi tvær borgir í Japan, er að benda á Bin Laden og saka hann um morð.
Um það bil 3380 dóu samtals í árásunum á WTC. Það er rosalegt miðað við magnið af fólki sem dó þegar bandaríkin núkuðu japan.
Ef að vopnaeftirlitsmenn sameinuðuþjóðana myndu fara til bandaríkjanna og ætla að gera skýrslu um þá, yrðu þeir drepnir, eða fangelsaðir eða eitthvað. Ég leyfi mér amk að efast um að þeir fengi að athafna sig óáreittir. En þeir vilja að Írak beigi sig og taki þessu eins og karmlenn. Eins og ég sagði hér í uphafi, þá þykir mér þetta vera eintóm hræsni og ekkert annað.