Árið 1990, þegar Persaflóastríðinu lauk, var sett viðskiptabann á Írak. Á þessum tæpu þrettán árum, frá því að viðskiptabannið var sett á, er talið að um 500.000 manns hafi dáið af völdum þess. Vegna viðskiptabannsins, hafa Írakar ekki getað keypt lyf né tæki til að hreinsa vatnsból sem menguðust í stríðinu. Flestir, sem hafa látist, voru börn.
Þrátt fyrir miklar mótmælaaðgerðir hafa ráðamenn á vesturlöndum (þ.á.m. Íslandi) ekki viljað aflétta banninu. Írakar hafa reyndar fengið að skipta á olíu og mat, en þó nokkuð takmarkað. Almenningur fær að kaupa mat eftir skömmtunarmiðum enn þó bara rétt svo nóg til að lifa af. Meðal fjölskylda í Írak þénar um 1500 krónur á mánuði, sem er augljóst að hækkar ekki á meðan bannið er í gildi.
Nú er mikið talað um stríð við Írak og hversu margir muni deyja í þessu stríði. Enn spurningin er: munu fleiri deyja í þessu stríði en myndu deyja af völdum viðskiptabannsins ef ekkert stríð yrði. Að sjálfsögðu eru báðir kostir hryllilegir. Best væri að aflétta banninu og sleppa stríðinu, en pólítíkusarnir hafa gert það fullljóst að það gerist ekki.
Þar sem ráðamenn vilja greinilega að íraska þjóðin þjáist, á meðan Saddam er við völd, er kannski betra að hefja stríð til að koma honum frá völdum?