Ég get ekki orða bundist lengur.
Fyrir nokkrum árum var áramótaskaup Ríkissjónvarpsins eitt mesta tilhlökkunarefni flestra, ef ekki allra landsmanna um hátíðirnar. Fóru þá fremstir í flokki Spaugstofumenn, Bessi Bjarna, Edda Björgvins, Gísli Rúnar og fleiri hressir.
Nú virðist samt sem áður áhugi landsmanna vera farinn að dvína á þessum árlega viðburði ríkisbáknsins. Ekki er að furða, því á nýliðnum árum hefur hvert áramótaskaup verið hinu fyrra lélegra. Endalaus söngatriði sem fáir hafa húmor fyrir í bland við slæma kímnigáfu handritshöfunda hafa flekkað ímynd Áramótaskaupsins um ókomna tíð.
Það væri óneitanlega skemmtileg nýbreytni af hálfu höfunda og aðstandenda ef Skaupið batnaði nú í tilefni nýrrar aldar.
Það væri gaman að heyra álit annarra á þessu efni.
Kveðja, Clint Eastwood.