Í <a href="http://www.visir.is/ifx/?MIval=frettir_btm&nr=79056&v=2“>þessari frétt</a> á visir.is þar sem ”flugdólgurinn“ (frábært orð) Ómar Konráðsson segir farir sínar ekki sléttar. Ég segi nú bara að þetta er greinilega einhver kall sem álítur sig merkilegan, þannig að ég get bara rétt ímyndað mér hvernig hann hefur hegðað sér. Hann segir m.a: ”Ég hef verið harður sjálfstæðismaður alla ævi og Davíð Oddsson var meira að segja í sextugsafmælinu mínu". (Lesist: Ég er vinur Davíðs svo passið ykkur! Ég má gera hvað sem mér sýnist) Ég spyr bara: Er ekki í lagi heima hjá svona fólki? Ég er ekki hrifinn af Flugleiðum, en flugfélag hefur fullan rétt til að vísa fólki frá borði telji það öryggi sínu ógnað…
J.