Kæri lesandi ég ætlaði nú fyrst að senda inn þessa grein fyrir jól, en ég kom mér ekki að því. Efnið er þó vafalaust flestum okkar enn í fersku minni!
Málið er að ég þoli ekki blikandi jólaljós! Þau eru allgjörlega óþolandi!
Ég hef gaman að jólunum, ég meina það er ekkert slæmt við þau! Maður fær yfirleitt gjafir og góðann mat, auk þess sem allir kappkosta við að létta öðrum lífið í svartasta skammdeginu, með fallegum ljósum (og skreytingum).
Ég er með frekar næmt sjónsvið, þ.e. ég tek eftir flestum hreyfingum innan hinna 160°-180° sem við eigum að geta séð. Þetta leiðir síðan að því að þegar fólk (fávitar) setur blikkandi seríur út í glugga og ég er bara í góðum fíling að keyra eftir Miklubraut eða eitthvað þá tek ég alltaf eftir því!!! Það er þolanlegt til að byrja með en svo þegar líða tekur á desember þá fer óbærilegur pirringur að gera vart við sig… (mögulega afleiðing “jólastress” en ég efa það því ég rek ekki heimili eða neitt).
Það er EKKERT jólalegt við blikkandi ljós. Jólin eiga að vera hátíð ljóss og friðar; enn hvað minna blikkansi jólaljós mann á bara eitthvað spilavíti í Vegas! Það er einmitt það sem blikkandi ljós eiga að gera… VEKJA athygli. Lögreglan notar þau með góðum árangri að ég held, flestir taka eftir henni.
Niðurstaða mín er því sú að þeir sem setja blikkljós út í glugga eru ósmekklegir, Bylgjuhlustandi pakk. Ýta undir lágmenningu! Það ætti að banna blikkandi jólaseríur með lagasetningu.
Sem leiðir mig að mesta slysi Íslandssögunnar! Það er Helga Möller! Hún sendir út fyrir hver jól “nýtt” lag út. Alltaf eru þau illa döbbuð-lög sem eru undantekningarlaust spiluð látlaust á Bylgjunni. Þannig að hún varð að halda uppteknum hætti og sendi “nýtt” lag út fyrir síðustu jól. Þetta var útsetning á hinu miður skemmtilega tómatsósulagi. Þar “syngur” hún (og ég leyfi mér að fullyrða) VERSTA TEXTA SEM SAMINN HEFUR VERIÐ AF ÍSLENDING (já, verra en írafár + í svörtum fötum)!!!!! Hann var saman safn af orðum sem mögulega gætu meint eitthvað jólalegt. T.d.
Kertasníkir, þvörusleikir, giljagaur og stúfur
hurðaskellir er svo ljúfur
kertajólahurðastekkjagrílu leppalúði
sitja allir upp á súði
Ég verð nú að viðurkenna að ég lærði ekki textann enn hann var nokkurn veginn svona.Og ég meina það var orð í textanum sem ég virkilega get ekki skilgreint sem annað en bara hreint og klárt BULL! Bara einhver samansuða af orðurm sem hentuðu á þessum stað í textanum. Og hvar var svo myndbandið tekið? - *?#$ - Í Smáralind! af öllum stöðum.
Hvað gæti verið hallærislegra en fimm jólasveinar að fíflast í Smáralind?
Svar: Helga Möller
Næsta spurning er svo bara hvaða lag verður fyrir barðinu á henni næstu jól? Og enn fremur hversu mikið mun Bylgjan og aðrar sudda stöðvar nauðga því?
Lifið heil
P.s. ég var ekki viss um hvað ér ætti að senda þessa grein inn. Ég vona að ég hafi hitt á rétt áhugamál.
P.P.S. Helga möller er örugglega með blikkandi jólaljós.