Ég hef verið að fylgjast með fréttum um væntanlegt stríð BNA í Írak frá því að sú umræða hófst, og síðan þá hef ég tekið eftir að sú gríma sem BNA hefur haft á sér hefur verið að hverfa og raunveruleg ásýn þessa heimsveldis að koma í ljós.
Með hverri vikunni heyrir maður fréttir af hroka BNA í tengslum við þetta *væntanlega* stríð, það er eins og þeir leggji allt í sölurnar til að komast yfir olíuauðlindir Íraks, jafnvel vináttu sína við margar evrópuþjóðir.
Ég hef alltaf viljað trúað að þetta land væri land frelsis og lýðræðis. En nú sé ég að það á einungis við um þá sem búa ÞAR. Allur heimurinn utan BNA er það sem væri hægt að kalla “auðlindir” BNA, og hertól BNA mun sjá um að flytja þessar vörur til BNA með góðu eða illu. Þetta líkist á margan hátt nýlendustefnu evrópuþjóða fyrr á öldum, arðræna og kúga aðrar þjóðir.
Ég bíð bara eftir að herskip BNA sjái um að fylgja olíuskipum frá Persaflóa til BNA, líkt og herskip Breta sáu um að fylgja kaupskipum sínum til fjarlægra landa um 1600-1700.
Nýjasta fréttin er án efa móðgun Rumsfeld við Frakkland og Þýskaland, en þessi tvö lönd lýstu því yfir að þau vildu ekki stríð í Írak og munu ekki styðja það. Þá segir Rumsfeld að þessi lönd hafi alltaf verið til vandræða og segir þau ekki vera neitt sérstaklega mikilvæg með því að segja að mikilvægi Nató hafi færst til austurs.
Hér höfum við Frakkland og Þýskaland, (fyrrverandi) ein stærstu heimsveldi sögunnar móðgað af enn hrokafullu og ungu heimsveldi.
Rússar, Kínverjar, Frakkar, Þjóðverjar, meira að segja Bretar hafa lýst yfir andstöðu við fyrirhugaða Íraksárás, sem er ljóst að gífurlega mikill fjöldi óbreyttra borgara myndi falla í (samkvæmt skýrslu flughers BNA á persaflóaasvæðinu).
Ég myndi segja að þessi heimskulegasta ákvörðun sem BNA hefur tekið síðustu áratugi muni hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér varðandi samband þessa ofveldis við aðrar þjóðir. Þessi BUSH er greinilega búinn að tapa sér í embætti.
Fyrst að BNA hefur svona gríðarnákvæmar upplýsingar um gjöreyðingarvopn Íraka, hví leggja þeir þau ekki fram? Afhverju eru vopnaeftirleitarmenn ekki búnir að finna neitt? Hví sannfæra þeir ekki heiminn með gögnum?
Er ekki réttarkerfi í heiminum þannig að einstaklingur er saklaus þar til sekt er sönnuð? Og það mottó er örugglega vonandi enn við lýði í BNA. Af hverju á þetta ekki við um þjóðir?
Ég get ekki séð að írakar hafi verið að gera neitt af sér síðan Persaflóastríðinu lauk.
En auðvitað er Saddam Hussein vondur kall og allir myndu vilja sjá hann fara frá, en það gerir maður ekki með því að siga stærsta herveldi sögunnar á eina kúguðustu þjóð sögunnar.
Og svo eru ÍSLENDINGAR að fara að styðja þessa vitleysinga???
Held að bretar geti haft mikil áhrif á þessa alþjóðadeilu, sem þetta er að snúast upp í. Þeir vita ekki í hvorn fótinn á að stíga, þeir senda herlið til persaflóa, en vilja síðan ekki stríð. Spurning hvort Blair haldi virðingunni og hætti við þennan stuðning, eða sanni endanlega að hann er ekkert annað en hundur í bandi BNA-stjórnar.
Siðferði BNA er eins og siðferði skordýrs.