Sæl Laufa
Ég er ekki að segja að fíkniefna“vandamálið” muni lagast við það að lögleiða kannabis. Ég held að það muni hreinlega ekkert lagast nema með raunverulegri fræðstu um þessa vímugjafa (ekki hræðsluáróðri einsog hefur verið reynt að beita undanfarinn áratug). Ástæðan fyrir því að ég er fylgjandi lögleiðingu er tvennskonar: sú fyrri, og sú sem þyngra vegur, er sú að neyslan er til staða og eykst með hverju árinnu. Í stað þess að eyða gríðarlegum fjárhæðum í að berjast gegn því sem við fáum ekki sigrað, og handtaka 15-19 ára gamla unglinga fyrir að eiga 2-3 grömm af hassi, væri hægt að nýta þessa peninga í að berjast gegn sterkari vímugjöfum. Einnig fengist til þess fjármagn, og rúmlega það vegna skatta á kannabisframleiðslu (íslenskt, já takk) og sölu. Það er nokkuð augljóst (fyrir mér) að með því að lögleiða kannabis værum við að taka burt rekstrargrunvöll flestra eitulyfjasala (um 80% af eitulyfjaviðskiptum eru með kannabisefni), og þar af leiðandi hlýtur framboð á sterkari efnum að minnka að ráði vegna minna veltufjármagns.
Önnur ástæða er sú, þótt hún sé ekki eins mikilvæg, að þótt kannabis sé skaðlegt og geti t.d. ýtt undir geðklofaeinkenni (ekki VALDIÐ geðklofa eins og einhver komst að orði hér) og fleiri geðsjúkdóma, þó sérstaklega þegar um misnotkun er að ræða, þá getur áfengi eins ýtt undir sömu geðsjúkdóma ef það er misnotað. Það verður að segjast eins og er að þótt til sé fólk sem misnotar kannabis þá tel ég að það sé minnihluti neytanda sem það gerir, alveg eins og mikill minnihluti þeirra sem drekka. Fólk hefur skrifað um hættu á hinum og þessum sjúkdómum og fylgikvillum sem geta hlotist af kannabisneyslu, en enginn hefur enn bent á þá staðreynd að þetta efni er ekki talið vera líkamlega ávanabindandi (þ.e. fólk verður ekki háð við fyrsta smók).
Við værum heldur ekki úr takt við önnur ríki í kring um okkur, sem hafa mörg breytt lögum þannig að neysla, og jafnvel sala í einstaka landi, er ekki lengur refsiverð, þótt það sé enn strangt til tekið ólöglegt.
Að lokum vil ég birta smá niðurstöður frá bretlandi.
(Úrdráttur)
The year 2000 British crime survey:
44%of 16-29yr olds have used cannabis at some point in their lives,22%had used cannabis during the previous year,and 14% had used it in the previous month.
Makes you think…
Málið er það, að þó að illa sé haldið á spöðunum í þessum efnum eins og er, efast ég um að það lagist með lögleyðingu, og þegar sagt er að ríkið geti grætt á kannabissölu, væri eins hægt að biðja um lögleiðingu kókaíns og e-pillna, þar sem það gæti skilað svo miklum peningum í kassann.
Hins vegar skil ég hvað þú ert að fara - það geta verið kostir við lögleiðinguna, en munurinn á alkóhóldrykkju og reykingum annars vegar og hins vegar neyslu kannabisefna, er það, að skaðsemi reykinga er aðeins líkamleg, skaðsemi alkóhóls er mestmegnis líkamleg og fíknin sem fylgir veldur þeim geðsjúkdómum sem hægt er að fá af ofneyslu þess, en kannabisefni geta valdið geðveikiseinkennum vegna neyslunnar sjálfrar, ekki vegna fíkninnar. Ég vona að þú skiljir mig, e.t.v illa orðað hjá mér ? :)
Flestir sem ég þekki hafa a.m.k prófað að reykja hass, nokkrir býsna oft.
Enginn af þeim sem ég þekki hefur farið vel útúr því.
Eina ástæðan fyrir því að ég væri hlynnt lögleiðingu kannabsefna væri læknisfræðilegt mat, en eins hins vegar er hættan á misnotknum mikil, læknadóp..
Eyrún
0
OOOO…. ég hreinlega hata þegar að fólk segir þetta! Fyrst það á að lögleiða kannabis, lögleiðum þá bara heróín og kókaín og krakk!
Kannabis veldur ekki neinni geðveiki!! Hins vegar er TALIÐ að stórfelld neysla (Þá er talað um frá 3-10 grömm á dag) geti ÝTT UNDIR geðklofa. Hmmmmm…… fyrir utan það að ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ VERÐA LÍKAMLEGA HÁÐUR KANNABIS!!!
0
boltari
Af hverju hatarðu þegar það er sagt ? Þetta er nú allt saman ólögleg vímuefni ?
Kannabis veldur þunglyndi. Allir, sem ég þekki sem reykja eða hafa reykt, nema einn þjást nú af þunglyndi. Flestir kenna hassinu um.
Eyrún
0
ókey…. hvers vegna þekki ég þá engan þunglyndissjúkling? Jú, hey, ég þekki einn sem drakk frá sér allt sem hann átti, svo þekki ég annan sem er lokaðir inni á Klepp útaf því að hann spíttaði svo mikið, já og enn einn sem er meðferð út af spilafíkn. Ég er búinn að reykja í 5 ár, og eina skiptið sem ég hef fundið fyrir þunglyndi, var þegar unnusta mín dömpaði mér… já ég veit, bönnum fólki að fara í sambönd, það getur verið þunglyndisvaldandi.
0
Spítt er einnig ólöglegt efni, skrítið að þú notir það með lögleiðingu kannabisefna.
Sambönd eru frábær hlutur, gangi þau upp. Ef ekki, þá er hægt að movea on.
Í sambandi við reykingar kannabisefna er no turning back.
Málið er, að þetta er bannað vegna ástæðu. Við reykingar festist fituvefur á heilann, sem sljóvgar alla hugsun. Það er lífshættulegt.
Eyrún
0