Manni getur ekki komið annað til hugar eftir að vera búin að kynna sér þetta, en að þetta hafi verið ákveðið í hinu mesta flýti! Það virðist ekkert vera búið að hugsa um hvernig að þessu verður staðið og eru kennarar sem að ég hef talað við engu nær hvernig að þessu verður staðið.
Hver nemandi sem að ætlar sér stúdentspróf núna frá og með næsta ári. Verður að taka 2 próf en má taka auðvitað 3. (undantekning að vísu með árið 2004 þar sem að aðeins verður samræmt próf í íslensku og því bara boðið upp á eitt próf). Það er prófað úr 15 einingum. Mælt er t.d mælt með að nemandi á náttúrufræðibraut taki íslensku og stærðfræðipróf (má auðvitað líka taka ensku) og nemendur á félagsfræðibraut ensku og íslensku.
Það er bara prófað í janúar og hafa kennarar sagt mér aðspurðir að ef að þú fallir í janúar að þá getirðu tekið prófin aftur í maí. Eins ef að þú ætlar að útskrifast um jól verður þú að vera búin að taka samræmdu prófin í jan/maí.
En eitt af því sem að ég finn mikið að (fyrir utan það að finnast þetta bara fáránleg breyting á skólakefinu…eins og það hafi ekki verið nógu slæmt áður!) og er ekki búin að fá svar frá hjá menntamálaráðuneytinu er þetta:
Ef að nemandi ætlar að útskrifast um jól, veruður hann að taka prófin í janúar/maí eins og ég sagði hérna áður. Hvað ef að hann er að byrja í ísl403 í janúar þá er hann semsagt að fara að taka próf úr 2 áföngum sem að hann er ekki einu sinni búin með!!!
Og ef að hann fellur, þá fær hann kannski að taka prófið í maí og þá er hann komin með semsagt, annan áfangann en er ennþá ekki með 503 áfangann sem að hann þarf! OG síðan fellur hann kannski aftur og þá verður hann að bíða yfir áramót með að taka prófið og þá er hann komin með 503 en það er ennþá lengri tími síðan að hann var að læra alla hina íslensku áfanganna og fellur kanski aftur og svona getur þetta gengið hjá greyinu þangað til að hann bara gefst upp…Því að það er alveg staðreynd að það eru ekkert allir úrvalsnemendur en geta reynt eitthvað að klóra sig áfram en verða alveg bugaðir í svona aðstöðu!
Ég spyr bara hvernig á þetta að ganga?? er ekkert hugsað áður en eitthvað svona mikilvægt er lagt fram. Síðan á menntamálaráðherra að geta komið með samræmt próf í samfélagsfræðigreinum og náttúrufræði líka! Að vísu með 2 ára fyrirvara en samt.
Mér finnst að hann ætti nú að fara aftur í skóla og sjá hvernig þetta allt gengur fyrir sig áður en að hann fer að bulla eitthvað svona.
ER einhver sem að veit meira um þetta mál? ég er búin að lesa reglugerðina á heimasíðu menntamáluráðuneytisins, tala við kennara og skoða bara allt sem að ég get skoðað og ég sé ekki að neitt sé talað um hvernig að þessu verði staðið.
EF að svo ólíklega vill til að einhver lausn sé komin á þessu, þá finnst mér að nemendur ættu að fá að vita þetta sem fyrst til að þurfa ekki að lifa í þessari óvissu um hvernig þeir eigi eftir að komast í gegnum framhaldsskóla.
Síðan benti vinkona mín á það að margir eru í vinnu með skóla, aðrir eiga börn og síðan vita margir ekki hvað þeir vilja gera og því myndi svona stúdentspróf ekkert gera annað en að lengja námið hjá viðkomandi sem að setur hann seinna út á vinnumarkaðinn sem að þar af leiðandi kemur sér illa fyrir ríkið.
Hvað finnst ykkur um þetta mál og hvað vitið þið um þetta sem að ég veit kannski ekki? Það myndi ekkert gleðja mig meira en að fá að vita það að ég hafi bara misskilið eitthvað og að þetta sé ekki svona…en eins og staðan er, að þá veit ég ekki betur en að þetta sé svona.
takk fyrir að lesa greinina :)
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making