Í tilefni af því að aldamótin eru á næsta leyti langar mig til að útskýra í stuttu máli af hverju þau eru 2000-2001 en ekki 1999-2000.
við skulum byrja á því að skilgreina öld sem 100 ára tímabil, nú þegar það er búið skulum við finna út hvar fyrsta öld okkar tímatals var.
Áður en við gerum það verður fyrst að leiðrétta algengan misskilning, árið núll er ekki til, árið 1 BC er fyrsta árið í okkar tímatali og árið á undan því var árið 1 AD, þessi misskilningur á líklegast einna stærstan þátt í því að fólk haldi að aldamótin hafi verið um síðustu áramót.
nú er einfalt að sjá það að fyrsta öld okkar tímatals byrjar þegar árinu 1 líkur er liðið 1 ár frá upphafi tímatals okkar og því eru 100 ár ekki liðin fyrr en 100. árinu líkur það er að segja við áramótin 100-101 það þarf svo engan snilling til að útfæra þetta yfir á 2000-2001.
Að lokum er eitt annað sem angrar mig, það er það að furðulega margir virðast vera á þeirri skoðun að þó svo að aldamótin séu 2000-2001 hafi árþúsundamót verið 1999-2000, (persónulega mundi ég vilja sjá hvar þetta fólk ætlar að setja áratugamótin)þetta er að sjálfsögðu algjört kjaftæði því að í árþúsundi eru 1000 ár og því gildir að sjálfsögðu það sama og í öld það er að segja fyrsta árþúsindinu lauk þegar 1000. árinu lauk um áramótin 1000-1001.
Ég vill endilega hvetja þá sem enn hafa ekki sannfærst að gagnrýna það sem ég hef sett fram hér(nema ef verið er að gagnrýna stafsetninguna)og setja fram sínar eigin skoðanir því ég skal með ánægju tæta í mig allt það bull sem þið hafið að setja fram, því ég veit að ég hef rétt fyrir mér.
Ég hef alltaf rétt fyrir mér!