Jæja, það má ætla að margir eru orðnir leiðir á þessum hugleiðingum mínum, en ég læt mig hafa það.
Eins og allir vita þá eru reykingar stórfellt vandamál í heilbrigðiskerfinu. Ég veit ekki hve margir þjást af kvillum tengdum reykingum, en það er án efa býsna margir.
Heilbrigðiskerfið hefur ekki undan að sinna öllu þessu fólki. Oft er þetta fólk sem lætur sig ekki segjast og heldur áfram reykingum þrátt fyrir aðvaranir lækna, ættingja, vina og samtaka gegn reykingum. En þrátt fyrir það á þetta fólk jafn mikinn rétt á heilbrigðisþjónustu og einstaklingur sem hefur hugsað vel um heilsu sína.
Ég andmæli ekki því að allir eigi rétt á heilbrigðisþjónustu, en ég andmæli því að einhver sem reykir vísvitandi, gegn læknisráði, eigi rétt á sömu heilbrigðisþjónustu…á kostnað hinna! En það er svo sem ekki hægt að gera neitt í því, varla hægt að setja aukagjöld á þá sem reykja vegna heilbrigðisþjónustu.
En til eru aðrar leiðir.
Nú spyr ég, af hverju eru reykingar leyfðar fyrst þetta er svona gríðarlegt heilsufarslegt vandamál, eins og hefur verið haldið fram. Því má heldur ekki gleyma að á hverjum degi deyr íslendingur vegna reykinga. Já, ef þið skoðið minningargreinarnar í Morgunblaðinu þá er a.m.k. einn einstaklingur þar sem dó af völdum reykinga!
Einn deyr á dag, það er um 365 manns á ári. Veit einhver hve margir deyja að völdum ólöglegra fíkniefna? Ég efast um að sú tala nái helmingnum af þessu. Þó svo að áhrif sígaretta komi ekki fram strax þá eru langtímaáhrif reykinga engu síðri en áhrif ólöglegra fíkniefna.
Íslenska ríkið stjórnar þessari sölu, þessa eiturs, og má segja að ríkið sé stærsti eiturlyfjasali landsins ef hægt er að flokka sígarettur í sama flokk og eiturlyf (sem mig grunar að margir vísindamenn og læknar myndu vilja gera).
Nú spyr ég.
Er ekki kominn tími til að BANNA sígarettur? Ég þekki marga sem reykja og hef spurt þá hvort þeir myndu fagna því ef sígarettur yrður bannaðar, allflestir hafa svarað því jákvætt.
Að sjálfsögðu væri ekki hægt að hrinda svo róttækri samfélagslegri breytingu í verk á einni nóttu. Það þyrfti eflaust aðlögunartíma.
Mín hugmynd er sú að hækka verð á sígarettum á hverju ári, um 25%, næstu 5 ár. Dæmi, þannig að pakki sem kostar 450 kr. nú mun kosta næstu fimm ár:
2004=563 kr.
2005=703 kr.
2006=880 kr.
2007=1.100 kr.
2008=1.373 kr.
2009=sígarettur bannaðar!
Og þeir sem enn reykja verða bara að gjöra svo vel að hafa fyrir því að smygla þessu inn til landsins, a.m.k. þangað til þeir drepast!
Svona róttækar breytingar eru NAUÐSYNLEGAR fyrir efnahag landsins og afkomu þeirra sem yngri eru í dag. Vandi heilbrigðiskerfisins mun aukast næstu áratugi um tugi, jafnvel hundruðir prósenta, því þjóðin er að eldast. Um 2040-2050 mun gamla fólkið verða fjölmennasti þjóðfélagshópurinn, og vinnandi fólki sem heldur efnahagi landsins uppi mun fækka. Ef þetta gengur ekki í dag, þá efast ég að þetta muni ganga í framtíðinni. Fólk þarf að breyta hugsunarhætti sínum; halda að það eigi rétt á ókeypis heilbrigðisþjónustu jafnvel þótt það sé búið að vera dæla ofan í sig eitri í langan tíma.
Það eru siðferðislegar, heilbrigðislegar og efnahagslegar forsendur til að banna sígarettur.
Who is with me? :D
Hugleiðing mín er mín eigin, og ef þú ert eitthvað leiður á þeim láttu það vera að lesa þær, og svara.