Ríkisstjórnin hefur ekki leynt þeirri ætlan sinni að einkavæða allt sem hægt er og þannig minnka þeir langtíma tekjur sínar umtalsvert. Bless sími og bless bankar við höfum ekki þörf fyrir tekjurnar því við ætlum að hækka allt í heilbrigðisþjónustunni til að hafa efni á launahækkun þingmanna og ráðherra.
Þeir lægst launuðu færast alltaf fjær og fjær frá þeim hæst launuðu … Af hverju? Jú því við einblýnum á prósenturnar og fái þeir sem ekki hafa efni á brauði einu sinni um 5 % hækkun launa verða ráðherrar að gera það líka svo tekið sé dæmi .. en hvað gerist… Jú ef þeir sem fá um 100 000 á mánuði fá 10 000 í hækkun þá fá þeir sem fá um 1 000 000 á mánuði 100 000 króna hækkun.
Við ættum því öll að standa við bakið á Jóhönnu Sigurðardóttur því hún er sú sem berst fyrir því að engir verði svo fátækir að þeir hafa ekki efni á nauðsynjum. Við ættum að setja upp reglur um að lægstu laun á fjölskyldu ættu ekki að vera undir segjum 300 000 krónum á mánuði og láta það koma niður á hærri launum. Nú gætu margir spurt af hverju ættu menn að vera læknar hér á t.d. 500 000 á mánuði í stað 1 000 000 á mánuði annarsstaðar? Svarið er augljóst þeir sem sjá það að þeir þurfa ekki svo rosa háar tekjur til að finna hamingju og vilja öðrum vel og hafa samkennd eru þeir sem finna hamingjuna. Það að vita það að læknar t.d. vinna störf sín af áhuga og viljanum til að gera öðrum gott er visst öryggi í sjálfu sér. Læknar sem hugsa aðeins um peningana eru ekki góðir læknar þeir hafa glatað tilganginum. Eins mætti líta á það að fá ekki eins góð laun hér og hægt væri fyrir sömu störf annarsstaðar gjaldið fyrir að búa hér á klakanum sem er tiltölulega lítið mengaður og fullur af mannkærleika ;). Eins vitum við það að ef fremur stór hópur íslendinga hafa ekki efni á heilbrigðistþjónustu munu allskonar sóttir og smitsjúkdómar verða tíðari og þessir ríku og eigingjarnari eru alveg jafn líklegir að fá þá eins og aðrir.
Förum að dæmi Jóhönnu Sigurðardóttur og viljum öðrum vel og gerum okkur sjálfum gott í leiðinni. Heilbrigðara þjóðfélag fyrir okkur öll!!!
p.s. hver man ekki eftir því þegar hún var í ráðherra stól og vildi ekki nýta sér bíl og bílstjóra á kostnað skattborgaranna
kjósum Jóhönnu — HENNAR TÍMI ER KOMINN
KJÓSUM GEGN SJÁLFSTÆÐISMÖNNUM
þú hefur orðið vitni að kraftaverki, verslaðu á e-bay