Vissulega er jákvæð mismunun rugl, en hún er skiljanleg.

Þetta heitir payback….

Eftir að lengi hefur verið vegið að minnihlutahópum og þegar jafnrétti hefur verið náð, þá þýðir það ekki að einstaklingar sem tilheyra þessum minnihlutahópi séu sáttir.

Ímyndaðu þér vegasalt, og stóri feiti strákurinn er búin að halda stelpunni uppi á vegasaltinu í nokkrar mínútur. Síðan fær hún allt í einu kraft til þess að vega upp á móti. Það þýðir ekki að þau munu ná jafnvægi um leið. Líklega mun stelpan leyfa stráknum aðeins að finna hvernig það var að vera fastur í vegasaltinu.

Mismunun gegn minnihlutahópum á kynþáttaforsendum er vegna kynþáttahyggju, t.d. fólk í hóp A sér fólk úr hóp B ekki sem einstaklinga, heldur sem hluta af hóp B.

Þá er svosem ekki óskiljanlegt að það óréttlætið til baka á þann hóp sem beitti því. Ekki endilega réttlátt. T.d. myndi ég ekki segja að ég bæri ábyrgð á verkum KKK, þótt ég sé af hvíta kynstofninum.

En á meðan fólk sér kynþætti í einstaklingum en ekki einungis einstaklinga þá mun sumt fólk tengja gjörðir annara einstaklinga af þeim kynþætti við aðra einstaklinga. Einnig á þetta við flesta hópa, þannig að réttara væri að tala um hópahyggju, frekar en kynþáttahyggju.

Þegar margir hvítir Íslendingar tala um pólverja eða fólk frá víetnam sem býr og vinnur hér, þá heyrist að þessi flokkunarárátta er til staðar. En hún virðist ekki vera einskorðuð við einn hóp, heldur kemur hún oft fram, og skiptir litlu máli hvort að um minnihlutahóp eður ei, er að ræða.

Punktur minn er ekki að réttlæta jákvæða mismunun, heldur að fá fram smá umræðu um þetta.


Frekar upplýsingar um jákvæða mismunun er að finna hér : http://www.newfoundations.com/Clabaugh/CuttingEdge/Posi tiveDiscrimination.html

las ekki greinina en leit ágætlega út