Svipaðir Sígunum að sumu leyti. Annars er afar mismunandi hvernig Gyðingar líta á Ísrael og jafnvel hvað orðið Ísrael nákvæmlega þýði. Sumir trúa að hið “raunverulega” Ísrael verði ekki til fyrr en Messías (sem sumir trúa að sé persóna, en alveg jafn margir að sé þjóðfélagsleg umbreyting eins og margir frjálslyndir Gyðingar trúa, eða andlegur þroski mannkyns, kærleikur sem mun fæðast í hjörtum mannkyns og valda heimsfriði, eins og margir þeir strangtrúuðustu trúa.)
Aðrir trúa að allt slíkt sé bara bull (trúlausir Gyðingar) en samt beri að virða Ísrael (fyrst þeir hafa fengið það upp í hendurnar) vegna þess að það er vagga menningar Gyðinga (sem þeir trúa að hafi gert afar mikið fyrir heiminn, sem er reyndar satt, þó maður telji bara upp það að mörg helstu afrek vísindanna eru frá Gyðingum komin, svo sem margt sem hefur lengt líf hálfrar heimsbyggðarinnar og þeir hafa lagt sitt af mörkum við að innleiða “nútíman”. Gyðingar eiga ekki 30% af nóbelsverðlaunahöfum heimsins, þar af ótrúlegan fjölda vísindamanna fyrir ekki neitt.)
Zionistarnir voru flestir trúlausir. Faðir zionismans var trúlaus Gyðingur svo og flestir þeir frægustu og hæst skrifuðu, en ekki eru allir Gyðingar zionistar og sumir strangtrúaðir hafna Zionisma.
Maður telst annars af Gyðingaþjóðinni ef mamma manns annað hvort var Gyðingur eða gerðist Gyðingur, en hver sem er getur gerst Gyðingur.
Ef einhver vill gerast Gyðingur skiptir trú hans ekki jafn miklu máli og vilji hans til að tilheyra Gyðingaþjóðinni og margir sem hafa gerst Gyðingar hafa einmitt alls ekki gert það af trúarlegum ástæðum fyrst og fremst, enda þarf Gyðingur ekki að vera trúaður. Sá sem vill gerast Gyðingur þarf samt að læra um trúnna og siði Gyðinga og vilja halda menningu þeirra á lífi.
Svo þú sérð að málið er afar flókið.
Ef það kæmi í ljós að langalangalangalangalangalangalangalanga amma þín í móðurætt lengst aftur í tíman væri Gyðingur, þó hún hefði verið uppi árið 5000 fyrir Krist og þú gætir sannað þetta þá teldist þú Gyðingur og hefðir rétt á að flytja til Ísrael.
Ef konan þín myndi gerast Gyðingur þá yrðu öll börn sem þú myndir eignast með henni eftir það Gyðingar, og hefðu leyfi til að flytjast til Ísrael, svo þú sérð að þetta er afar flókið.
Í raun eru þeir hvorki þjóð, trúarhópur (eingöngu, og margir einmitt ekki trúaðir) og hvað þá kynstofn (þeir eru einmitt mjög kynblandaðir (þessir Evrópsku til dæmis) og í Ísrael býr órafjöldi Gyðinga frá Afríku svartari en nóttin á lit.)
Til eru trúlausir rabbíar og næstum ofstækisfullir trúleysingjar sem halla öll smæstu boðorð Gyðingdóms, svo og trúaðir Gyðingar sem halda næstum engin af þeim.
Frjálslyndir Gyðingar trúa svo að Gyðingdómur gildi einnig í föðurætt og að ef þú gætir sannað að langalangalanga afi þinn árið sautján hundruð og súrkál væri Gyðingur þá værir þú Gyðingur og mættir flytja til Ísraels og hvað sem er, svo og að ef þú yrðir Gyðingur væru öll börn þín fædd eftir þá stund sem þú yrðir Gyðingur Gyðingar, jafnvel þó konan þín væri á móti því, og börnin þín hefðu þar með rétt á að flytja til ísraels.
Flestir Gyðingar eru að Gyðingar séu bara þeir sem eru það í móðurætt, og það gildir þó formóðir sú hefði gerst múslimi eða kristin eða hvað sem er, og börn Gyðingakvenna að ætterni eða kvenna sem skiptu um trú og gerðust Gyðingar.
Svo þú sérð að málið er undarlegt og flókið.
Gyðingar eru ekki trú, ekki þjóð og ekki beint ættbálkur og þó að vissu leyti þetta allt.
Þeir eru Gyðingar, og maður verður að horfa á heiminn með þeirra augum til að skilja hvernig þeir skynja sjálfa sig og hvað það nú sé, fyrst það er hvorki beint trúarhópur eða “venjuleg” þjóð
í þeim skilningi sem þú þekkir orðið. Þetta er framandi menning og þú getur ekki skilið hana bara með því að bera hana saman við aðra hluti sem þú þekkir, jafnvel þó þú reynir eitthvað far-out eins og síguna, að mörgu leyti skilgreina þeir sig nefnilega afar ólíkt sígunum.
Annars er fullt af dóti um þetta á netinu ef þú hefur áhuga á framandi, en þó í þessu tilfelli afar tengdum, menningarheimum.
Til dæmis þessi :
http://www.beliefnet.com/index/index_10005.htmlþ arna geturðu lesið um sjónarmið hinna ólíku hópa Gyðingdóms. Auk þess er á þessari síðu fróðleikur um flest önnur trúarbrögð og menningu tengda þeim og þú getur tekið skemmtileg próf,
til dæmis Belief-O-Matic prófið sem segir þér hvaða trúarbrögðum þínar skoðanir eiga mesta samleið með, eða hvers konar trúleysingji þú ert:
http://www.beliefnet.com/story/76/story_7665_1.ht ml
Auk þess geturðu lesið þarna flesta trúartexta, Kóraninn og svo framvegis, ókeypis og í heilu lagi ef þú hefur áhuga. Og lesið ítarlega um allt frá Wicca og Satanisma til Trúleysis til Eastern Orthodox kirkjunnar sem segjist eldri en sú kaþólska og hin eina sanna kristni, nú eða um þessa sértrúarsöfnuði, til dæmis þennan sem var að klóna barn að eigin sögn, og Falun Gong, hvernig jólasveinninn tengist kannski heiðnu Gyðjunni Holda og alls konar hlutir bara. Svo eru þarna viðtöl við kvikmyndastjörnur, grínista og módel, Gyðinga, Múslima og Búddista og slíkt um trú sína, viðtöl við Georg Bush um hann trú og svona “Gunnara í Krossinum” BNA og allt þar á milli.
Hmmmmmm, langt, langt, langt svar en ég var nú bara að reyna að svara spurningu sem er flóknari en þú heldur , hefur mörg svör og ég er ekki besta manneskjan til að segja til um. Og já, auglýsa þessa síðu, hehe, hún svarar nefnilega miklu fleiri spurningum en ég og bendir þér á aðrar síður líka.
En hér eru sem sagt Gyðingarnir þeirra :
http://www.beliefnet.com/story/76/story_7665_1.htm l
Thulesól