Hinn Íslenski riddarakross var afhentur með viðhöfn á Bessastöðum í dag, þeir sem gerðust svo heppnir að fá þessa miklu orðu voru eftirtaldir:
Sigurður Demetz Franzson söngkennari var sæmdur stórriddarakrossi fyrir störf í þágu söngmenntunar. fálkaorðu,
Ásbjörn Morthens tónlistarmaður fyrir framlag sitt til tónlistar.
Berglind Ásgeirsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri OECD, fyrir störf í opinbera þágu og á alþjóðavettvangi
Elín Rós Finnbogadóttir, Samhjálp kvenna í Reykjavík, fyrir störf að mannúðarmálum
Guðmundur H. Garðarsson fyrrverandi alþingismaður, fyrir störf í opinbera þágu að málefnum launafólks
Grímur Gíslason, fréttaritari á Blönduósi, fyrir störf að félags og byggðamálum
Hólmfríður Pétursdóttir húsfreyja í Reykjahlíð, fyrir störf að menningar og félagsmálum
Hulda Jensdóttir ljósmóðir Reykjavík fyrir ljósmóðurstörf
Jón Björnsson frá Bólstaðahlíð fyrir varðveislu þekkingar um íslensk skip og báta
Oddgeir Guðjónsson fyrrum bóndi, Hvolsvelli fyrir fræðistörf og eflingu íslensks handverks
Stefán Aðalsteinsson búfjárfræðingur fyrir framlag til erfðafræði og búvísinda
Sigrún Júlíusdóttir prófessor í Reykjavík fyrir fræðistörf á sviði félagsvísinda
Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður, fyrir framlag til bókasafns og upplýsingarfræða
Steinar Berg Björnsson framkvæmdastjóri fyrir störf í þágu Sameinuðu þjóðanna.
Svend Aage Malmberg haffræðingur fyrir framlag til haffræðirannsókna

Hmm hvaða fólk er þetta eiginlega?, hvers vegna hefur enginn heyrt um mikinn hluta af þessu fólki áður. úr því þetta fólk hefur unnið svona mikið fyrir Ísland og Íslenska þjóð hvers vegna í ósköpunum fáum við þá ekki opinfera umfjöllun um það hvað þetta fólk hefur gert fyrir okkur landsmenn ??.

Bubbi Morthens er sá eini maður sem ég kannast við af þessu liði.

Fyrir mér þegar ég les fyrir hvað þetta fólk er að fá orðu, verður mér eiginlega bumbult, að fá orðu með viðhöfn hjá forseta Íslands fyrir að vinna vinnuna sína á fullum launum hjá ríkiunu er hreinlega óskiljanlegt. sérstaklega þegar maður heyrir ekkert af verkum þessa fólks eða hvaða fólk þetta er yfirhöfuð. Þó tel ég mig vera ágætlega lesinn og fylgist vel með fréttum.

Miklu nær væri að veita eftirfarandi:

Jóhannes og Son í bónus fyrir að stuðla að lægra matvöruverði svo almenningur eigi mat á diskinn sinn.
Halli og Laddi fyrir að gleðja almenning og kitla hláturtaugarnar í 40 ár, þeir fá almenning til að gleyma erfiðleikum dagsins í allavega eina kvöldstund eða svo og hafa gert um ansi langa hríð.
Stefán Karl Stefánsson leikari fyrir að stofna samtökin Regnbogabörn og vekja fólk til umhugsunar.

Lengi mætti finna menn og konur sem væru betur að þessari orðu kominn heldur en eitthvað líð sem liggur á ríkispenanum og þykist vera gera góðgerðir í þágu almennings.

Slökkviliðsmenn/Lögregluþjónar/læknar/hj úkrunarfólk/björgunarfólk/hinn almenni borgari.
Alltaf mætti finna fólk þarna innan um sem unnið hefur góð störf og oftar en ekki hætt eigin lífi og limum í þágu hins almenna borgar, vissulega er þarna innan um fólk sem er á launum hjá ríkinu en þeirra laun eru sko ekki í samræmi við þá fórnfýsi sem þetta fólk þarf að inna af hendi.
Það er töluverður munur að vinna frá 8-5 sitjandi á skrifstofunni glápandi út um gluggan og reyna að finna út hvað ætti að gera í dag, eða þá að æða inn í brennandi hús til að bjarga mannslífum/ eða þá að berjast við kexruglaða dópsala sem svífast einskis.
og svo mætti lengi telja.

Hvað finnst ykkur hinum ???????
alltaf