Ég var að velta fyrir mér þessum málum með skemmdarverk og flugelda. Hvaða kjánar eru þetta sem stunda svona vitleysu, gerir sér enginn grein fyrir því að það sem lögreglan vill helst er að banna alla sölu til almennings og að þessir atburðir eru bara vatn á myllu þeirra sem vilja banna þetta.
Ég er nú einu sinni fjölskyldumaður og fæ mikið kick út úr því að fara út með krakkan mína á gamlárskvöld og þruma upp flugeldum í góðu magni en á sama tíma bý ég í hverfi þar sem mikið er um unglinga og ungt fólk (er ekki gamall sjálfur nota bene) og það eru stöðugar sprengingar og læti á kvöldin í kringum áramót með tilheyrandi skemmdarverkum og rugli. Það er nánast eins og ég búi á vesturbakkanum en ekki á Reykjavíkursvæðinu.
Mín spurning til þeirra sem stunda þessa vitleysu er hvort markmiðið hjá þeim sé að láta banna þetta. Hegðum okkur eins og ábyrgt fólk og hættum þessum skemmdarverkum því ég get sagt fyrir mig að þótt mér þyki þetta óneitanlega skemmtilegt þá get ég ekki sætt mig við þann fórnarkostnað sem þetta hefur í för með sér og ef ekki verður breyting á þeim skemmdarverkum og truflunum sem þetta hefur í för með sér þá vill ég frekar láta banna þetta en hitt.