ég ætla að skrifa “stuttan” pistil um Jón Sigurðson að örðu nafni Forseta:
Maður að nafni Jón Sigurðsson fæddist þann 17.Júní árið 1811 að Hrafnseyri við
Arnarfjörð. Þegar hann fæddist var Ísland hluti af ríki sem náði yfir Danmörku,Noreg,Slésvík-Holstein,Ísland,Grænland og færeyjar. Það hrundi smám saman á 19. öld. Fyrst hvarf Noregur burt úr konungsríkinu. Það var árið 1814, og þá varð Noregur hluti Alríkjasambandinu með Svíþjóð. Jón var bara þriggja ára þegar Noregur hvarf úr konungsríkinu. Hann var þá heima hjá föður sínum og móður á Hrafnseyri og vissi sjálfsagt ekkert um þennan stóratburð. Faðir hans vissi vel af þessu, hann var prestur af prestaætt sem taldi sjö ættliði. Móðir hans Þórdís Jónsdóttir var komin af vest-firskum höfðingjaættum, en systkini hans voru Jens og Margrét. Þegar Jón komst á unglingsaldurinn fór hann að vinna við sjósókn og landbúnað,hann vann annað hvort heima hjá foreldrum sínum við að sinna skepnunum eða réri á fiskibátum.
Jón lærði allt hjá föður sínum sem hann þurfti að læra fyrir stútendspróf,
18 ára gamall fór Jón úr húsum foreldra sinna til Reykjavíkur, þar sem hann tók stúdentspróf með afburða lofi, en faðir hans hafði kennt honum þann skólalærdóm sem til þurfti. Í Reykjavík vann jón í búð hjá föðurbróður sínum, Einari Jónssyni , um hríð. Þar kynntist hann konu sinni, Ingibjörgu, dóttur Einars.
Vorið 1830 gerist Jón skrifari hjá Steingrími biskupi Jónssyni í Laugarnesi og var hann í vist hjá honum í þrjá vetur. Ljóst er að dvöl hans hjá biskupi hafði mikil áhrif á allt lífsstarf hans síðar. Áhugi Jóns á íslenskum fræðum og öllu því sem íslenskt var, sem hann hafði fengið í æsku, jókst í biskupsgarði. Þar hafði hann aðgang að stóru bókasafni og mesta safni íslenskra handrita og skjala sem þá var til í landinu. Launin hjá biskupi lagði hann fyrir. Þremur árum síðar sigldi Jón til Kaupmannahafnar og innritaðist til náms í málfræði og sögu við háskólann þar og þurfti hann að sjá fyrir sér sjálfur. Hann lauk aldrei embættisprófi. Fljótlega eftir að Jón kom til náms í Kaupmannahöfn, fékk hann alls konar aukastörf, enda var hann mjög eftirsóttur til starfa vegna hæfileika sinna. Áhugi hans á íslenskum þjóðmálum jókst einnig mjög um þetta leyti.
Tveimur árum eftir komu sína til Kaupmannahafnar tengdist Jón Árnasafni, þar sem andlegur þjóðarauður Íslendinga, handritin, var geymdur. Átti hann eftir að starfa þar meira og minna alla tíð síðan, enda varð hann með tímanum helsti sérfræðingur í íslensku handritunum á 19. öld.
Auk vinnu við Árnasafn, starfaði Jón mikið fyrir ýmsa aðila á sviði íslenskra fræða en þau urðu ævistarf hans utan stjórnmálanna. Frá 1833 til 1845 bjó Jón Sigurðsson í Kaupmannahöfn við nám og störf. Allan þann tíma kom hann ekki til Íslands. Þetta var undirbúningstími undir það sem koma skyldi.
Unnusta hans sat heima í festum. Vorið 1841 hófu Jón og nokkrir félagar hans útgáfu á Nýjum félagsritum og var það ársrit. Hafði Jón veg og vanda af ritinu alla tíð og var það höfuðmálgagn hans. Útgáfan var alltaf mjög erfið og mætti misjöfnum skilningi heima á Íslandi. Ný félagsrit komu út í þrjátíu ár. Upplagið af Nýjum félagsritum, sem margir mundu telja að verið hafi uppreisnarblað, fékk Jón Sigurðsson að geyma uppi á háalofti í dönsku konungshöllinni. Vorið 1845 hélt Jón áleiðis til Íslands til að sitja endurreist Alþingi fyrir Ísafjarðarsýslu og vitja heimahaganna fyrir vestan.
Um haustið gifstust Ingibjörg Einarsdóttir og Jón Sigurðsson í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þá var hann 34 ára en hún 41 árs. Danska stjórnin boðaði til þjóðfundar í Reykjavík sumarið 1851. Lagði hún frumvarp fyrir fundinn, þar sem þjóðréttindi Íslendinga voru höfð að engu. Íslensku fulltrúarnir lögðu hins vegar fram annað frumvarp undir leiðsögn og forystu Jóns Sigurðssonar. Var þar byggt á kenningum hans í Hugvekjunni frá 1848. Ekki leist konungsfulltrúa, Trampe greifa á frumvarp Jóns Sigurðsssonar og samherja hans og sleit hann því fundinum í nafni konungs.
Þá hljómaði setningin sem margir kannast við ”Vér mótmælum allir”
Vorið 1851 var Jón kosinn forseti Hafnardeildar Bókmenntafélagsins og var hann þá staddur á skipi á Atlantshafi á leið á þjóðfund. Var þetta gert að honum forspurðum. Störf hans fyrir félagið urðu mjög umfangsmikil og gegndi hann forsetastarfinu til æviloka. Af þessu starfi fékk hann viðurnefnið forseti.
Á 1.þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar 1874 létu Danir Íslendingum sérstaka stjórnarskrá. Með stjórnarskránni fékk Alþingi löggjafarvald með konungi. Hér var fengin “trappa til að standa á” sagði Jón Sigurðsson við íslendinga,en baráttan var langt frá því að vera buinn. Stjórnarskráin markar þáttaskil í íslenskri sjálfstæðisbaráttu. Eftir þau þáttaskil skýrðist betur fyrir mönnum hversu þýðingarmikið starf Jón Sigurðsson hafði unnið fyrir þjóð sína. Hann var þó ekki viðstaddur þegar Danakonungur kom á þjóðhátíðina á Þingvöllum. Honum var ekki boðið. Þess í stað sat hann við púlt sitt í Kaupmannahöfn og ritaði vinum og samherjum bréf með fyrirmælum og ráðleggingum.
Jón Sigurðsson andaðist í Kaupmannahöfn 7. desember 1879 eftir nokkurra mánaða erfið veikindi. Kona hans, Ingibjörg, sem hafði verið við sjúkrabeð manns síns, lést svo níu dögum síðar en hann. Þau hjón hvíla í kirkjugarðinum við Suðurgötu hér í Reykjavík.
Á silfursveig sem Íslendingar í Höfn settu á kistu Jóns stóðu þessi orð: “Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur.”