Hafi þið tekið eftir hvernig fleiri og fleiri eru að hverfa í flísjakka og kannski íþróttabuxur með ? Þetta er svo þægilegt, þarf ekkert að hugsa um hvað á að fara í, þetta er vítt og gefur eftir svo það er allt í lagi að troða sig út af ruslfæði. En þetta er að verða óþolandi !

'Eg hef tekið eftir þessu í vinnunni hjá mér þar sem þarf að vera í einkennisbúning og svo sér maður þessa þróun hjá mörgum ríkisstofnunum, bara fela alla í flísjökkum. Nýlega var bætt flísjakka við einkennisbúningin hjá okkur, sem annars var skyrta og bindi að ofanverðu og tóku margir þessu fagnandi. Nú getur feita fólkið falið fellingarnar og liðið sem nennir ekki að þvo skyrturnar sýnar rennir bara upp í háls ! Svo einfalt og þægilegt.

Ætli íslendingar hljóti ekki að slá heimsmet í notkun flísjakka, sem er annars fínn fatnaður fyrir útivist, en á skrifstofum, nei takk þetta er komið út í algerar öfgar. Eins og gefur að skylja er ég kominn með ofnæmi fyrir flísjökkum og hvað haldið þið að ég hafi fengið í jólagjöf ? Jú einmitt,flísjakka ! Ég gat allavega töfrað fram eitthvað sem líktist brosglotti, útaf húmornum í þessu, en ég held að ég verði að skipta í eitthvað annað.

Gleðileg Jól

IDF